Árbæjarskóli og Hlíðaskóli áfram í Skrekk

Skóli og frístund

""
Níu skólar kepptu á þriðja undankvöldi Skrekks í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi og komust Árbæjarskóli og Hlíðaskóli áfram í undanúrslitin sem fram fara mánudaginn 16. nóvember. 
Borgarleikhúsið var þétt setið unglingum úr 8., 9. og 10. bekk sem studdu dyggilega við keppendur síns skóla. Svo fóru leikar í gær að Hlíðaskóli og Árbæjarskóli fóru með sigur af hólmi, og eru þeir þvíkomnir í átta skóla úrslitin.
Alls taka 25 skólar þátt í hæfileikakeppninni Skrekk að þessu sinni, eða allir skólar borgarinnar sem eru með unglingadeild.  
 
Meira um Skrekk