Ánægja með námskeiðsdag dagforeldra

Skóli og frístund

""

Árlegt námskeið dagforeldra í Reykjavík var haldið á Grand hóteli á dögunum og var salurinn þétt setinn.  

Á námskeiðsdeginum fengu dagforeldrar margvíslega fræðslu, s.s. um hvernig örva megi hreyfingu ungra barna og um holla næringu. Berglind Grétarsdóttir í ungbarnaleikskólanum Ársól fjallaði um hreyfiörvun og Ebba Guðný Guðmundsdóttir gaf hagnýt ráð um holla næringu. Þá sagði Hrefna Sif Garðarsdóttir reynslusögu úr starfi dagforeldris og Ragnhildur Vigfúsdóttir flutti erindi í anda jákvæðrar sálfræði sem hún kallaði Af gleðigjöfum og fýlupúkum. Góð þátttaka var á námskeiðinu og ánægja með dagskrána sem mótuð var í samstarfi við samtök dagforeldra í borginni.