Alþjóðlegur móðurmálsdagur 21. febrúar

Mannlíf Mannréttindi

""

Þriðjudaginn 21. febrúar næstkomandi verður alþjóðlegur móðurmálsdagur Unesco haldinn hátíðlegur á Íslandi og víða um heim. Áherslur UNESCO í  ár tengjast mikilvægi fjöltyngiskennslu og sjálfbærni tungumála í menntun barna. 

Í skól- og frístundastarfi borgarinnar eru töluð hátt í 90 tungumál af börnum, foreldrum og starfsfólki sem þar starfar. Fögnum þeim fjársjóði sem felst í tungumálaforða þeirra sem leika og læra á okkar vettvangi. Móðurmál – samtök um tvítyngi kenna um 1000 börnum móðurmál alla laugardaga.  

Hægt er að fræðast um alþjóðlega móðurmálsdaginn á heimasíðu UNESCO

SAMFOK - samtök foreldra barna í grunnskólum borgarinnar - hafa staðið fyrir fróðlegum fundum um skólamenningu á Íslandi að undanförnu undir yfirskriftinni Allir með. Þeir eru haldnir á tíu tungumálum. Sjá nánar. 

Víða má finna efni til að fagna alþjóðlegum móðurmálsdegi og vinna með fjölbreytt tungumál. Sjá m.a. hugmyndir að tíu skemmtilegum leiðum til þess í stefnu SFS um fjölmenningarlegt skóla- og frístundastarf - Heimurinn er hér. 

Á alþjóðlegum móðurmálsdegi eru allir hvattir til að skrá tungumálin sem töluð eru í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Þannig vinnum við saman að því að efla tungumálaorðaforða landsmanna. Hér má finna skráningarform.  
Hugmyndabanki  - fjölbreytt tungumál á Tungumálatorgi

Tungumálahátíð - Tungumálatöffarar, tónlist og töfrar! - Dagskrá í Gerðubergi 24. febrúar kl. 13:30
Í ár býður Borgarbókasafnið, í samstarfi við Samtökin Móðurmál, Miðju máls og læsis og skóla- og frístundasvið til tungumálahátíðar í tilefni alþjóðlega móðurmálsdagsins.  Sex kórar munu syngja lög á sínum móðurmálum, hægt verður að skrifa bréf til vina og ættingja í öðrum löndum og Tungumálatréð verður skreytt með fallegum orðum á öllum heimsins tungumálum. Einnig verður boðið upp á föndursmiðjur og Karaoke þar sem tungumálin fá að njóta sín.  
Samtökin Móðurmál munu kynna safnkost sinn en samtökin hafa að undanförnu unnið að því að skrá bækur á ýmsum tungumálum í bókasafnskerfi Gegnis. Nánari upplýsingar um tungumálahátíðina.  

Sjá kynningu um Alþjóðlega móðurmálsdaginn.