Alþingiskosningar í Norðlingaskóla

Skóli og frístund

""

Nemendur í 10. bekk í Norðlingaskóla hafa í aðdraganda Alþingiskosninga rökrætt stjórnmál og ákváðu því að boða til fundar með fulltrúum flokkanna.

Kosningafundur var haldinn á sal þriðjudaginn 17. október. Allir flokkar höfðu boðað komu sína en fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins, Miðflokksins og Dögunar mættu þó ekki. Eftir stuttar kynningar hófust fyrirspurnir og líflegar samræður við þá flokksfulltrúa sem mættir voru og að endingu gengu nemendur til kosninga. 

Atkvæði í kosningum 10. bekkinga í Norðlingaskóla féllu hlutfallslega svo:

Píratar 24,4%
Samfylkingin 18,6%
Vinstri græn 16,3%
Viðreisn 14%
Björt framtíð 9,3%
Framsóknarflokkurinn 7%
Alþýðufylkingin 1,2%
Auðir og ógildir 9,3%

Fundurinn var góður og upplýsandi fyrir nemendur og sköpuðust málefnalegar og upplýsandi umræður.