Alhvíti kálfurinn Rjómi

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Alhvítur nautkálfur sem hefur fengið nafnið Rjómi leit dagsins ljós í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sl. miðvikudagskvöld.  

Rjómi sem er undan alhvítu kúnni Hvítu Gautu sem dags daglega gengur undir nafninu Sulta.  Auk þeirra Sultu og Rjóma eiga heima í fjósinu í Laugardalnum kýrnar Birna og Rifa og nautkálfarnir Skjöldur, Brandur og Bolti.

Um að gera að fara í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn um helgina og heimsækja Rjóma og Sultu og öll hin dýrin!

Mjaltir eru á opnunartíma alla daga kl. 16:30 og opið er í garðinum frá kl. 10 til 17. 

Það er stutt milli stórviðburða í garðinum því geitburði er nýlokið og senn má búast við að sauðburður hefjist.