„Aldrei of seint“ – heilsuefling eldri aldurshópa

Íþróttir og útivist Velferð

""

Opið málþing um heilsueflingu eldri aldurshópa verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, fimmtudaginn 16. mars.  Málþingið er opið öllum aldurshópum þó að sérstaklega sé verið að höfða til fólks sem komið er yfir miðjan aldur.

Það eru Öldrunarráð Íslands í samvinnu við Íþrótta-og ólympíunefnd Íslands, Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík sem standa fyrir málþinginu undir yfirskriftinni „Aldrei of seint“.

Málþingið verður haldið fimmtudaginn 16 mars 2017 á milli kl. 14-16:30.  Ókeypis er inn á málþingið.  

Aldrei of seint - Dagskrá