Aldrei fleiri börn á frístundaheimilum borgarinnar

Skóli og frístund

""

Aldrei fyrr hafa borist jafn margar umsóknir um frístundaheimili í Reykjavík, eða rúmlega 4000. 

Frá því að grunnskólarnir tóku til starfa 22. ágúst bárust 414 nýjar umsóknir en spár höfðu gert ráð fyrir því að um 3.860 börn yrðu á frístundaheimilunum. 

Enn bíða 174 börn eftir því að komast á frístundaheimili, flest í Breiðholti og Vesturbæ. Að auki eru 6 fötluð börn og ungmenni á biðlista inn á frístundaklúbba.

Vel hefur gengið að ráða í störf á frístundaheimilunum, en enn vantar þó 33 starfsmenn í hlutastarf, þar af flesta í Laugardal, Háaleiti, Breiðholti og Vesturbæ.  

Störf á frístundaheimilum henta vel ungu fóki í framhaldsnámi og er það hvatt til að sækja um.