Áhugaverð tölfræði um þjónustu við börn á velferðarsviði

Velferð

""

Gerð hefur verið samantekt um þá víðtæku þjónustu við börn sem veitt er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Þar má einnig sjá hvernig þjónustan skiptist milli hverfa.   

Meðal þess sem dregið er fram er hlutfall þeirra foreldra sem fá fjárhagsaðstoð, upplýsingar um fjölda þeirra barna sem vísað er til sérfræðiþjónustu skóla og helstu ástæður tilvísana. Einnig fjöldi tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur, tölfræði um stuðningsþjónustu, liðveislu og þjónustu við fötluð börn svo eitthvað sé nefnt. Þá er greint frá niðurstöðum könnunar sem gerð var árið 2012 á aðstæðum reykvískra barnafjölskyldna.

Í samantektinni eru líka ítarupplýsingar um helstu breytur og þróun í þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Tölfræðin miðast við tímabilið janúar til október á árunum 2013 og 2014 en einnig eru töflur sem sýna samanburð yfir lengra tímabil. 

Með samantekt sem þessari er hægt að sjá þróun í þjónustu sem nýtist við ákvarðanir um verkefni í þágu barna og ungmenna á árinu 2015.

Samantekt um þjónustu við börn hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.