Áhugasamir íbúar í Hlíðunum, Holtum og Norðurmýri

Stjórnsýsla Velferð

""

Íbúar fjölmenntu á fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra um málefni Hlíða, Holta og Norðurmýrar, sem haldinn var í í gærkvöldi á Kjarvalsstöðum.

Á fundinum gafst íbúum tækifæri til að ræða við Dag B. Eggertsson borgarstjóra  og sérfræðinga hjá Reykjavíkurborg um málefni síns hverfis. Í framsögu sinni kom borgarstjóri víða við. Hann sagði frá starfsemi borgarinnar í borgarhlutanum, greindi frá niðurstöðum þjónustukönnunar sem gerð var meðal íbúa og sagði einnig frá framkvæmdum, bæði á vegum borgarinnar sem og mikilli uppbyggingu einkaaðila. Skoða kynningu.

Kynnt var áætlun um hverfisskipulag sem unnið verður í samráði við íbúa á næstu mánuðum. Hverfisskipulagið er nýtt skipulagsstig sem gera á fólki auðveldara með að hafa áhrif á sitt nærumhverfi.  Ævar Harðarson verkefnisstjóri hverfisskipulags og Helga Bragadóttir, arkitekt og ráðgjafi vegna hverfisskipulags í Hlíðum, kynntu forsendur vinnunnar og ítrekuðu óskir um ábendingar.  Verkefnisstjórar hverfisskipulags á Kjarvalsstöðum í dag og á morgun milli kl. 15 – 17 og taka við ábendingum. Skoða kynningu Ævars.  Skoða kynningu Helgu

Þórólfur Jónsson garðyrkjustjóri Reykjavíkur sagði frá hugmyndum um breytingar á Klambratúni og sýndi teikningar af mögulegum breytingum. Skoða kynningu Þórólfs.

Margrét M. Norðdahl formaður hverfisráðs Hlíða var fundarstjóri. Hún nýtti tækifærið og kynnti næsta opna íbúafund þar sem kynnt verður aðgerðaráætlun um betri hljóðvist og loftgæði í Hlíðum. Fundurinn verður haldinn þann 8.október kl. 20 á Kjarvalsstöðum.