Ævintýrahöll, krakkareif, rapp og þúsund börn á hestbaki

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Barnamenningarhátíð stendur sem hæst og um helgina verður fjölbreytt dagskrá frá morgni til kvölds í Ráðhúsinu þegar því verður breytt í Ævintýrahöll. Þá er mikið um að vera í víða um borgina næstu daga.

Barnamenningarhátíð stendur sem hæst og um helgina verður fjölbreytt dagskrá frá morgni til kvölds í Ráðhúsinu þegar því verður breytt í Ævintýrahöll. Þá er mikið um að vera í víða um borgina næstu daga.

Ævintýrahöllin í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 10-18, laugardag og sunnudag
Bæði laugardag og sunnudag hefst dagskráin í Ráðhúsinu kl. 10 með fjölskyldujóga. Skáld lesa upp úr verkum sínum báða dagana kl. 11. Á laugardag verður boðið uppá Flugdreka-og Origamismiðjur og Barnaóperu í leikgerð Guðrúnar Ásmundsdóttur. Sirkus Íslands verður með sýningu og kl. 16 hefst íslenskt þjóðlaga-og þjóðdansafjör. Ung tónskáld ljúka deginum og flytja eigin tónverk. Á sunnudeginum verður m.a. boðið uppá krakkajazz fyrir börn á aldrinum 0-99 ára. Krakkar úr Listdansskóla Íslands dansa við tónlist Vivaldis kl.13. Húllandúllan  kennir fólki að húlla kl. 13.15. Aron Hannes kemur kl. 14 og syngur með börnum á öllum aldri. Dagskránni lýkur með allsherjar danspartýi, Krakkareifi. 

Fjölbreytt dagskrá er á menningarhúsum borgarinnar næstu daga og frítt er inná Borgarsögusafn og Listasafn Reykjavíkur fyrir fullorðna í fylgd með börnum. Í Þjóðminjasafninu er boðið uppá sýninguna Börn á flótta. Börnin sem teiknuðu myndirnar hafa flúið erfiðar aðstæður og stríð í heimalandi sínu og sækjast eftir alþjóðlegri vernd hér.

Æskan og hesturinn, Reiðhöllin Víðdal kl. 13 og 16, laugardag
Í Reiðhöllinni í Víðdal verður sýningin Æskan og hesturinn haldin laugardaginn 29. apríl þar sem um þúsund börn og unglingar úr hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu sýna fjölbreytt atriði. Sýningarnar verða kl. 13 og kl. 16. Frítt inn og hægt verður að fara á hestbak.

Dansverkstæðið kl. 14-14.50, laugardag
Foreldrar og börn ( 2 ára og eldri) eru velkomin í danstíma í Dansverkstæðinu í Reykjavík á laugardeginum þar sem verða í boði skemmtilegar upphitunaræfingar, snertispuni og einfaldar dansrútínur.

Hænan mín, Húsdýragarðurinn kl.  14-16, laugardag og sunnudag
Boðið verður uppá listsmiðjur í Húsdýragarðinum um helgina kl. 14-16 sem nefnist Hænan mín. Starfsmaður húsdýragarðsins kynnir hænur garðsins fyrir börnunum. Þau vinna síðan með listamanni og teikna og mála hænu. Umsjón hefur María Sjöfn Dupuis.

Rappað, skratsað og skapað í Hannesarholti kl. 14-15.30, laugardag
Hægt verður að læra að rappa alvöru rappörum í Hannesarholti á laugardaginn. Hannes Hafstein sem byggði Hannesarholt árið 1915 var skáld sem hefði kunnað að meta skapandi og rappandi börn í sínu húsi.

Mengi kl. 15-16, sunnudag
Á tónleikum Hljóðsmiðja heimsins / tilraunvettvangur barnanna sem fram fara í Mengi á Barnamenningarhátíð eru hugmyndir Johns Gage reifaðar og til verða tónverk með þátttöku tónleikagesta, bæði barna og fullorðinna. Að tónleikunum standa Berglind María Tómasdóttir og Lilja María Ásmundsdóttir í samvinnu við Mengi.

Skapað, skrifað og smakkað, Kex hostel kl. 13-15, sunnudag
Bókaútgáfan Salka blæs til allsherjar húllumhæs á Kex Hostel þar sem Eva Rún Þorgeirsdóttir, stýrir ritsmiðju þar sem börnum gefst kostur á að skrifa sína eigin sögu.