Aðventuhátíð í Háaleitisskóla

Skóli og frístund

""

Aðventuhátíð var haldin í fallegu vetrarveðri við starfsstöðvar Háaleitisskóla 4. og 5. desember, en skólinn starfar í Álftamýri og Hvassaleiti.  

Börnin unnu ýmis verkefni, s.s. bjuggu þau til fuglamat í jólaveislu fyrir smáfuglana, föndruðu jólaskraut sem þau hengdu upp í trén, sungu og léku sér. Þá var poppað yfir eldi, grillaðir sykurpúðar og myndlist varpað á skólavegg með myndvörpum. Sjá skemmtilegt myndband sem unnið var af Erlu Stefánsdóttur í Myndveri grunnskólanna.