Aðalbjörg verður skólastjóri í Fossvogsskóla

Skóli og frístund

""

Aðalbjörg Ingadóttir hefur verið ráðin skólastjóri í Fossvogsskóla og leysir hún af hólmi Óskar Sigurð Einarsson sem lætur af störfum eftir áratugastarf í þágu reykvískra barna. 

Aðalbjörg hefur lokið M.Ed. gráðu í stjórnunarfræði menntastofnana frá Háskóla Íslands og diplómu í uppeldis- og menntunarfræði frá Kennaraháskóla Íslands með áherslu á kennslufræði og skólastarf. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari, deildarstjóri, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri í afleysingum, síðast í Norðlingaskóla.

11 umsækjendur voru um stöðu skólastjóra í Fossvogsskóla, en umsóknarfrestur rann út 14. maí 2017. 

Aðalbjörg er boðin velkomin til starfa í Fossvogsskóla.