Fréttir - skipulagsmál

Nýja skólphreinsistöðin á Kjalarnesi
23. nóvember 2017
Ný hreinsistöð á Kjalarnesi

Ný skólphreinsistöð á Kjalarnesi var tekin í notkun í dag. Með því hefur allt þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu verið tengt við hreinsistöðvar og lokið því risavaxna uppbyggingarverkefni sem hófst árið 1995 í fráveitu höfuðborgarinnar og hreinsun strandlengjunnar. 
 

Horft yfir íbúðabyggð í Hraunbæ
22. nóvember 2017
Ný íbúðarbyggð við Hraunbæ-Bæjarháls

Tillaga að deiliskipulagi og breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 um nýja íbúðarbyggð við Hraunbæ-Bæjarás er til sýnis á Borgarbókasafninu í Árbæ að Hraunbæ 119 til mánudagins 4 desember.

Þátttaka í kosningum íbúalýðræðisverkefnisins Hverfið mitt hefur aldrei verið betri
21. nóvember 2017
Íbúar kusu um framkvæmdir í hverfum

Þátttaka í kosningum íbúalýðræðisverkefnisins Hverfið mitt hefur aldrei verið betri, en kosningaþátttaka var 10,9%.  Kosningaþátttaka árið 2016 var 9,4% og þar áður 7,3%. 

Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar í Reykjavík 16 ára og eldri og voru nærri 102 þús íbúar á kjörskrá. Af þeim nýttu sér 11.113 rétt sinn til að kjósa.  Kosningar stóðu yfir á vefnum Hverfið mitt 3. – 19. nóvember.