Vesturbæjarskóli viðbygging

Byggt verður við skólann viðbyggingu á þremur hæðum. Inniheldur stækkun skólans m.a. breytingu á núverandi leikfimissal og kaffistofu kennara.
Vinnusvæði: 
Sólvallagata 67
Nánar um verkefnið: 
Verkið inniheldur uppsteypu og fullnaðarfrágang á viðbyggingu við Vesturbæjarskóla og breytingu á núverandi leikfimisal og kaffistofu kennara. Vesturbæjarskóli er staðsettur við Sólvallagötu 67, viðbyggingin er staðsett á norðurhluta lóðarinnar að vestanverðu og er inngangur á norðurhlið. Viðbyggingin er 3. hæða. Á jarðhæð er gert ráð fyrir tónlistarkennslu, kennslu og fjölnotasal. Á annari hæð eru kennslustofur og á þriðju er gróðurhús og þakgarður. Breyting á leikfimisal inniheldur stækkun salar, flutning á búningsklefum, klósettum, geymslu og aðstöðu starfsmanna í núverandi byggingu. Einnig er kaffistofa starfsmanna stækkuð. Búið er að girða framkvæmdarsvæðið af og er jarðvinnu að mestu lokið. Stærð viðbyggingar er um 1333 m2. Helstu verkþættir og magntölur eru: • Fylling: 900 m3 • Rif: 1050 m2 • Mót: 2800 m2 • Bendistál: 69000 kg • Steypa: 600 m3 • Kúluplötueiningar: 950 m3 • Stálvirki fyrir gróðurhús: 2600 kg • Frárennslis og neysluvatnslagnir: 1500 m • Rör í steypu plastpípur: 5800 m • Léttir inniveggir: 1000 m2 • Sandspörtlun, slípun og málun steyptra veggja: 1300 m2 • Rykbinding steyptra lofta: 1350 m2 • Niðurhengd kerfisloft: 1400 m2 • Línoleum gólfdúkar: 1140 m2 • Einangrun og múrkerfi útveggja: 800 m2
Tímaáætlun: 
 
Frá Til
Frumathugun
   
Hönnun og áætlanagerð
  01.09.2016
Framkvæmd verks
15.08.2015 15.07.2018

 

Áætluð verklok

júlí 2018

 

Hvernig miðar verki?: 

28. apríl 2017 búið er að steypa upp næstum alla sökkla. Einnig er verið að járnabinda plötu og verður hún steypt í maí. Fljótlega ættu veggir að fara að sjást. Lokið er við að rífa að mestu þak og gafl á áhaldageymslu.

Í byrjun maí verður Framnesvegi lokað frá Hringbraut, mun sú lokun gilda út verktímann.

Framkvæmdir hófust í byrjun mars 2017. 

10. janúar 2017 var tilboði Verkís í eftirlit með verkinu tekið.

6. janúar 2017 var tilboði LNS sögu tekið í viðbygginguna og ættu framkvæmdir að hefjast fjótlega. Tilboðið frá þeim var upp á 633.061.595. kr. eða 99,09% af kostnaðaráætlun.

13. desember 2016 voru tilboð í viðbyggingu opnuð.

Á árinu 2016 var farið yfir athugasemdir frá kennurum og foreldrum. 

12.08.2015 tekin skóflustunga að viðbyggingu.

 

Kostnaður: 

Kostnaður 2015

Hönnun, umsjón og eftirlit 53 milljónir

Breytingar á lóð, færsla á stofum og girðingar 10 milljónir

Jarðvinna og afmörkun vinnusvæðis (öryggisgirðingar) 21 milljón

Opinbergjöld og ófyrirséð 36 milljónir

Áætlaður heildar kostnaður 120 milljónir á árinu

Áætlaður heildar kostnaður vegna framkvæmda við viðbyggingu er 720 milljónir.

Verkkaupi: 
Reykjavíkurborg
Verkefnisstjóri frumathugunar: 
Rúnar Gunnarsson
Verkefnisstjóri forhönnunar: 
Rúnar Gunnarsson
Verkefnisstjóri hönnunar og áætlanagerðar: 
Kristjón Jónsson
Verkefnisstjóri framkvæmdar: 
Kristjana Ósk Birgisdóttir
Verktaki: 
Monck Íslandi
Hönnun: 
Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar, Verkfræðistofan Víðsjá ehf og Mannvit
Eftirlit: 
Verkís
Eftirlitsmaður: 
Andrés Jónsson
Netfang: 
anj@verkis.is
Ábyrgðarmaður þessarar síðu: 
Kristjana Ósk Birgisdóttir
Umsjón með framkvæmdasjá: 
Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 4 =