Miklabraut Rauðarárstígur - Langahlíð. Strætórein, stígar og hljóðvarnir

Um er að ræða gerð strætóreinar á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar (sunnan megin) ásamt stígagerð og hljóðvörnum.
Vinnusvæði: 
Miklabraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar
Nánar um verkefnið: 

Gerð verður strætórein á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar á akbraut til austurs. Meðfram Klambratúni verður gerður hjólastígur og göngustígur. Hljóðvarnarveggir verða settir meðfram götunni. Veggurinn verður úr grjótkörfum norðan megin en steyptur sunnan megin. Reykjahlíð verður lokað við Miklubraut og þar verður gert upphækkað torg sem tengist strætóbiðstöð á Miklubraut. Strætóbiðstöðvar verða aðeins færðar til og endurbættar. Umhverfið verður fegrað með gróðri.

Tímaáætlun: 
 
Frá Til
Frumathugun
   
Hönnun og áætlanagerð
   
Framkvæmd verks
Apríl 2017 Október 2017

 

Áætluð verklok

Október 2017

 

Hvernig miðar verki?: 

6. apríl 2017: Verkið hefur verið boðið út og framkvæmdir hefjast fljótlega.

 

Verkkaupi: 
Reykjavíkurborg, Vegagerðin, Veitur og Míla
Verkefnisstjóri hönnunar og áætlanagerðar: 
Auður Ólafsdóttir
Verkefnisstjóri framkvæmdar: 
Þór Gunnarsson
Hönnun: 
VSÓ Ráðgjöf og Landslag
Ábyrgðarmaður þessarar síðu: 
Þór Gunnarsson
Umsjón með framkvæmdasjá: 
Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

10 + 5 =