Hverfið mitt Grafarvogur - framkvæmdir 2017

Verkefni sem íbúar kusu 2016 til framkvæmdar 2017. Hverfið mitt er hugmyndasöfnun og kosning um nýframkvæmdir og viðhald í hverfum borgarinnar
 • Hverfið mitt- Grafarvogur
  Hverfið mitt -Grafarvogur
Nánar um verkefnið: 

Verkefni sem íbúar kusu og verkefnastaða þeirra:

1. Ný vatnsrennibraut í sundlaug Grafarvogs

 • Verkstaða 11. sept: Í undirbúningi hjá verkkaupa.

2. Petanque  völlur við Gufunesbæ

 • Verkstaða 11. sept.: Lokið - á eftir að lagfæra lítillega grasþökur í kringum völlinn.

​3. Leiktæki fyrir yngri börn við Gufunesbæ

 • Verkstaða 11. sept: í undirbúningi hjá verktaka - framkvæmt á næstu tveim vikum 

​4. Bekkur í Fjölnislitum

 • Verkstaða 15. sept: bekkir komnir, verktaki er að sprauta bekkina.

5. Bekkur við útsýnisspjald við Melaveg

 • Verkstaða 11. sept: Bekkur verður afhentur á næstu dögum

6. Útiæfingatæki

 • Verkstaða 15. sept: Leiktæki fara upp í næstu viku.

7. Rimaskóli - Gangstígur

 • Verkstaða 18. ágúst: Lokið.

8. Vættarborgir - Gangstígar

 • Verkstaða 15. sept:  verið að vinna í frágangi, bætt verður við handriði við enda stígs. 

9. Fleiri bekki við göngustíga - 4 bekkir

 • Verkstaða 11. sept: hellulögn búin, bekkir afhentir á næstu dögum, verður klárað á næstu tveimur vikum. 

10. Gróðursetning við gatnamót Hallsvegar og Strandvegar

 • Verkstaða 11. sept: Byrjað að gróðursetja á næstu dögum, verklok áætluð 10. október.

11. Fleiri ungbarnarólur í hverfið - 9 stk

 • Verkstaða 29. ágúst: uppsetningu lokið.

12. Gróðursetja á svæðið við Spöng

 • Verkstaða 11. sept: Byrjað að gróðursetja á næstu dögum, verklok áætluð 10. október.

13. Fjölga ruslastömpum í hverfinu

 • Verkstaða 11. sept: klárast í september. 

14. Skógrækt við Gufunesbæ

 • Verkstaða 11. sept: Verk hefst eftir miðjan september, verklok áætluð 10. október.

 

Um Hverfið mitt

Hverfið mitt er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í hverfum Reykjavíkurborgar. Byggt er á hugmyndum um að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku.
Framkvæmdir sem settar eru hér í Framkvæmdasjá undir heitinu „Hverfið mitt 2017“ byggja á hugmyndum sem íbúar skiluðu inn í maí og júni 2016 og fóru síðan í kosningu í nóvember 2016.

Sjá nánar um fyrirkomulag á vefsíðunni reykjavik.is/hverfid-mitt-2016-framkvaemdir-2017 en þar er listi yfir öll valin verkefni..

.

Tímaáætlun: 
 
Frá Til
Frumathugun
   
Hönnun og áætlanagerð
8.12.2016 12.04.2017
Framkvæmd verks
01.05.2017 01.09.2017

 

Áætluð verklok

September 2017

 

Hvernig miðar verki?: 

 

 

Kostnaður: 

Áætlaður kostnaður er 60 milljónir kr. 

Verkkaupi: 
Reykjavíkurborg
Verkefnisstjóri hönnunar og áætlanagerðar: 
Jökull Jónsson
Netfang: 
Verkefnisstjóri framkvæmdar: 
Jökull Jónsson
Netfang: 
Verktaki: 
Hellubjarg ehf.
Eftirlit: 
Verkfræðistofa Reykjavíkur
Eftirlitsmaður: 
Guðmundur Hlír Sveinsson
Netfang: 
ghs@vsr.is
Ábyrgðarmaður þessarar síðu: 
Jökull Jónsson
Netfang: 
Umsjón með framkvæmdasjá: 
Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 1 =