Gatnaframkvæmdir í Vogabyggð

Gatnagerð nýrra gatna sem og endurgerð eldri gatna í Vogabyggð.
Vinnusvæði: 
Vogabyggð - nýtt hverfi
 • Vörputorg samkvæmt skipulagi verður að veruleika í nýju hverfi.
  Vörputorg samkvæmt skipulagi verður að veruleika í nýju hverfi.
 • Vogabyggð - mynd tekin haustið 2017
  Vogabyggð - mynd tekin haustið 2017
 • Áfangaskipting
  áfangaskipting
 • Dugguvogur verður endurgerður
  Dugguvogur verður endurgerður
 • Vogabyggð loftmynd
  Vogabyggð loftmynd
Nánar um verkefnið: 

Í fyrsta áfanga verður unnið við Dugguvog, Skektuvog, Kuggavog, Drómundarvog og Arkarvog eins og sést á meðfylgjandi mynd.  Unnið verður við jarðvegsskipti í götum ásamt lagningu stofnlagna fráveitu og kalt vatn.  Síðar verður farið í vinnu við aðrar lagnir og frágang gangstétta eftir því sem uppbygging á svæðinu miðar fram. 

Gera má ráð fyrir að þurfi að fleyga fyrir lögnum.  Farið verður eftir reglugerð um hávaða varðandi vinnutíma

Framkvæmdin verður á vegum Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur og veitufyrirtækja. Áætlað er að framkvæmdir hefjist upp úr miðjum október.

Verkefnastjóri hönnunar og framkvæmdar er Þór Gunnarsson á Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. Vakni spurningar er hægt að senda fyrirspurnir á  thor.gunnarsson@reykjavik.is
eða hafa samband í síma 411 1111.

Lóðarhafar og Reykjavíkurborg hafa um skeið unnið sameiginlega að undirbúningi uppbyggingar íbúðabyggðar og atvinnuhúsnæðis. Á vefsíðunni Vogabyggð - uppbygging má sjá nánari upplýsingar um þá vinnu

 

Hvernig miðar verki?: 

 

 

Verkkaupi: 
Reykjavíkurborg
Verkefnisstjóri hönnunar og áætlanagerðar: 
Þór Gunnarsson
Verkefnisstjóri framkvæmdar: 
Þór Gunnarsson
Verktaki: 
Grafa og grjót ehf.
Hönnun: 
VSÓ ráðgjöf
Eftirlit: 
Verkís
Eftirlitsmaður: 
Bjarni Jónsson
Netfang: 
bjj@verkis.is
Ábyrgðarmaður þessarar síðu: 
Þór Gunnarsson
Umsjón með framkvæmdasjá: 
Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi

Þarfnast þessi síða lagfæringar?