Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar sinnir fræðslu um Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, jafnréttismál kynja og stendur fyrir margbreytileikafræðslu. Skrifstofan sér einnig um að veita upplýsingar um ýmiss konar málefni sem að henni snýr. Þar má nefna fræðslu um ofbeldi, málefni innflytjenda, hælisleitenda og fórnarlamba mansals, og fræðslu sem snýr að viðhorfum og fordómum gagnvart fötluðu fólki og hinsegin fólki hjá Reykjavíkurborg.

Hægt er að óska eftir fræðslu og fá hana sniðna að þörfum hvers vinnustaðar. Skrifstofan tekur einnig á móti gestum erlendis frá sem eru að afla sér upplýsinga um mannréttindastefnuna og verksvið skrifstofunnar.

Sendu okkur fyrirspurn eða fræðslubeiðni á mannrettindi@reykjavik.is.

 

Hér að neðan eru dæmi um námsefni í margbreytaleikafræðslu:

Er til fólk sem hefur augun á bringunni?  Námsefni eftir Jóhann Björnsson.

Staðalmyndir og fordómar Námsefni eftir Jóhann Björnsson.

„Það er auðveldara að kljúfa atóm heldur en fordóma.“

Námsefni í fjölmenningarfærni handa efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum.  Höfundar: Björk Þorgeirsdóttir, Jóhann Björnsson og Þórður Kristinsson.

Námsgagnastofnun: Meðal efnis sem Námsgagnastofnun hefur gefið út og nýta má við kennslu í margbreytileikafræðslu er heimildamyndin Vegurinn heim Myndin byggist á viðtölum við fimm börn innflytjenda á Íslandi. Börnin eru á aldrinum sjö til tólf ára og af ólíkum uppruna, eða frá Póllandi, Taílandi, Kosóvó, Palestínu og Haítí. Í myndinni ræða börnin líf sitt og tilveru hér á landi; þau lýsa því hvernig það er að flytja frá heimalandi sínu, byrja í nýjum skóla í ókunnugu landi og læra nýtt tungumál frá grunni. Auk þess tala þau um heimþrá, ný vinasambönd, fjölskyldu, fordóma og margt fleira. Þannig er bæði tekist á við skemmtilega og erfiða þætti tilverunnar í þessari mynd. Skólar með skráða IP tölu hjá Námsgagnastofnun geta nálgast myndina á slóðinni:

Heimildamyndin Vegurinn heim.

Viðtal við höfunda heimildamyndarinnar, Vegurinn heim. (Viðtalið birtist á bls. 36 í tímaritinu Heimili og skóli). (PDF 5,28MB).

Comenius Regio verkefnið SPICE: Verkefnið byggir á kennslu í millimenningarfærni /fjölmenningu. Kennsluráðgjafi verkefnisins er Hulda Karen Daníelsdóttir. Nánari upplýsingar um verkefnið.

Kompás – handbók um mannréttindi fyrir ungt fólk: Mannréttindafræðsla ― í merkingunni námsáætlanir og verkefni sem stuðla að því að allir menn njóti jafnrar virðingar ―  hefur ómetanlegt gildi hvað varðar mótun evrópskrar borgaravitundar meðal allra íbúa álfunnar. Mannréttindafræðsla er þróuð í tengslum við aðrar áætlanir æskulýðs- og íþróttadeildar Evrópuráðsins, svo sem fræðslu um mismunandi menningu, þátttöku í samfélaginu, eflingu minnihlutahópa og ungmenna með rætur í minnihlutahópum, og getur hvatt til aðgerða og stuðlað að virku samstarfi. Þeir sem fást við óformlega fræðslu í æskulýðsstarfi þurfa að geta litið á mannréttindi, þróun þeirra, útfærslu og brýn úrlausnarefni í ljósi þess að þau eru algild, óskoruð og óafsakanleg, og einnig til þess hvaða þýðingu þau hafa fyrir ungt fólk nú á tímum.

Nánari upplýsingar um Kompás.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 8 =