Frístundastarf fyrir börn með sérþarfir

Fötluðum börnum og unglingum stendur til boða tómstundastarf á frístundaheimilum og í félagsmiðstöðvum. Þar er opið eftir að skóladegi lýkur eða frá 13:40 - 17:00 alla virka daga. Þá er opið í skólafríum kl. 8:00 - 17:00 en lokað er í vetrarfríum grunnskóla. Frístundamiðstöðin Kringlumýri er þekkingarstöð í frístundastarfi fatlaðra barna og unglinga og þar er hægt að fá nánari upplýsingar. Síminn í Kringlumýri er 411-5400. Sjá gjaldskrá frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva. Hægt verður að sækja um dvöl á frístundaheimilum og í sértækum félagsmiðstöðvum fyrir veturinn 2017-2018 frá 15. febrúar kl. 8:20.

6-9 ára: Frístundaheimili
Börn með fötlun, sem eru í almennum grunnskólum Reykjavíkurborgar, sækja frístundaheimili við sinn skóla. Lögð er áhersla á að veita einstaklingsmiðaða þjónustu þar sem komið er til móts við hvert barn og þjónustuþörf þess. Sótt er frístundaheimili við almenna grunnskóla í gegnum Rafræna Reykjavík.

Börn í 1. - 4. bekk í Klettaskóla sækja frístundaheimilið Guluhlíð. Sótt er um á Rafrænni Reykjavík. Veljið Umsókn um frístundastarf fyrir fötluð börn og unglinga.

 

10-16 ára: Sértækt félagsmiðstöðvastarf 

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar rekur þrjár sértækar félagsmiðstöðvar í Reykjavík fyrir börn og unglinga með fötlun í 5.–10. bekk sem sækja almenna grunnskóla.  Skilyrði fyrir dvöl í þessum félagsmiðstöðvum er skilgreind fötlun í 1.–3. umönnunarflokki skv. skilgreiningu Tryggingastofnunar. Þetta eru félagsmiðstöðvarnar Hellirinn í Breiðholti, Hofið sem er fyrir börn og unglinga sem búa vestan Elliðaá og Höllin í Grafarvogi. 

Börn í 5.-10. bekk í Klettaskóla sækja félagsmiðstöðina Öskju.

Sótt er um dvöl í sértæku félagsmiðstöðvastarfi í gegnum Rafræna Reykjavík. Veljið Umsókn um frístundastarf fyrir fötluð börn og unglinga. 

 

Þegar tekist hefur að manna stöður frístundaleiðbeinenda/ráðgjafa er fyrst hægt að tryggja öllum börnum dvöl á frístundaheimilum og í sértæku félagsmiðstöðvastarfi. Umsóknir eru afgreiddar í þeirri röð sem þær berast.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 6 =