Að velja dagforeldri

Það er stórt skref að setja barnið sitt í fyrsta skipti í dagvistun og því mikilvægt að vanda valið og kanna allar aðstæður vel. Dagforeldrar gæta barna frá allt að sex mánaða aldri og vinna mikilvægt umönnunar- og uppeldisstarf.

Kíktu í heimsókn

Fáðu að koma í heimsókn á meðan börn eru í daggæslu - þannig getur þú metið aðstæður og tekið upplýsta ákvörðun.

Gefðu þér góðan tíma í að skoða aðstæður og ræða við dagforeldra um daggæsluna. Hafðu augun opin fyrir aðbúnaði og aðstæðum. Skoðaðu leikrými, leikfangakost, svefnaðstöðu og hvort húsnæðið sé hlýlegt.

Spyrðu spurninga

Gefðu þér tíma til að ræða við dagforeldra um daggæsluna. Það gæti verið gagnlegt að spyrja eftirfarandi spurninga:

  • Hvernig er aðlögun háttað?
  • Hvernig er dagurinn skipulagður?
  • Fá börnin útiveru?
  • Hvernig er matseðillinn?

Aðbúnaður og aðstæður

Hafðu augun opin fyrir aðbúnaði og aðstæðum. Hugsaðu um eftirfarandi:

  • Er nóg leikrými?
  • Er húsnæðið hlýlegt og leikfangakostur góður?
  • Eru snagar fyrir töskur og fatnað barna?
  • Hvernig er svefnaðstaðan?

Leyfisbréf og greiðslur

Dagforeldrar með leyfi hafa fengið útgefið leyfisbréf þar sem fram kemur gildistími leyfis og heimild fyrir fjölda barna. Það er mikilvægt að skoða leyfisbréfið.

Hvert dagforeldri setur sína gjaldskrá. Í heimsókninni er gott að spyrja út í eftirfarandi varðandi greiðslur:

  • Hvað kostar daggæslan?
  • Hvað er innifalið í heildarkostnaðinum?
  • Hvernig er fyrirkomulag greiðslu?
  • Hvernig er endurgreiðslu háttað vegna veikinda dagforeldris og barna þeirra sem og vegna annarrar frítöku dagforeldris?
  • Er dagforeldri með sérstakan samning fyrirkomulag greiðslna og frítöku?

Ef dagforeldri er með sérstakan samning/reglur um greiðslur og fyrirkomulag daggæslu þá er gott að bera hann saman við reglur um niðurgreiðslur vegna barna í heimahúsum.

Listi með dagforeldrum

Þú getur séð lista með starfandi dagforeldra eftir hverfum.