Fjölmenningardagur / Multicultural day

Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar verður haldinn laugardaginn 27. maí 2017 í Hörpu.

Þau sem vilja taka þátt í skrúðgöngu, vera með skemmtiatriði eða sýningarbás geta skráð sig hér // Those who wish to participate in the Multicultural parade, the market in Harpa or wish to perform can register here:

http://reykjavik.is/fjolmenningardagur2017-skraning

Fjölmenningardagurinn á facebook // Multicultural day on facebook

  • Það er alltaf gaman að máta búninga
  • Fjölþjóðlegur markaður

Skrúðganga // Parade kl. 13.00

Hugmyndin er sú að fá fulltrúa frá hinum ýmsu hópum í skrúðgönguna og eru þátttakendur hvattir til að mæta með fána, borða eða annað sem auðkennir viðkomandi hóp. Það er þó ekki nauðsynlegt að tilheyra ákveðnum hópi til að taka þátt í göngunni og er öllum velkomið að taka þátt. Óskað er eftir því að þátttakendur láti vita hafi þeir sérstakar óskir; til dæmis varðandi flutning á tónlist, dansi eða annað sem og um áætlaðan fjölda þátttakenda ef mögulegt er. Þetta er mikilvægt til þess að tónlistar- og dansatriði dreifist vel um alla gönguna. Gengið verður frá Hallgrímskirkju að Hörpunni. Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson mun setja Fjölmenningardaginn stundvíslega kl. 13.00.

English

The idea is to bring together participants from various groups in the parade. Participants are encouraged to bring flags, emblems or banners as a representation of their group. It´s not necessary to take part in the parade as a part of a group and everyone is free to join the parade. Please specify if you have any special requests, e.g. regarding music, dance, drums, vehicles etc. If possible, an estimated number of participants would also be appreciated. This is important when considering placement of the dance and music acts in the parade

Markaður í Hörpu 14:00 -17:00 // Market in Harpa 2:00 - 5:00pm

Í Hörpu verður markaður þar sem kynnt verður handverk, hönnun, matur og menning frá hinum ýmsu löndum.

Við verðum bæði inni í Hörpunni og með veislutjald fyrir utan þar sem hægt að smakka alls kyns góðgæti.

English

In Harpa Concert hall there will take place a market where you will find handmade arts and crafts, design staff and food from all over the world. We will be inside Harpan in Flói and we will also have a big tent infront of Harpa where you can taste food from all over the world.

Lifandi skemmtidagskrá í Hörpu 14.30 -17.00 // Live entertainment from 2:30 - 5:00 pm

Í Silfurbergi í Hörpu verður nóg um að vera á fjölmenningardaginn.  

Komum saman, gleðjumst saman og fögnum fjölbreytileikanum í borginni okkar!

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 9 =