Fjármálastjóri Ráðhúss ber ábyrgð á almennri fjármálastjórnun, fjárhagsáætlunargerð, frávikagreiningu og ráðgjöf innan miðlægrar stjórnsýslu.

Starfssvið hans nær til innri endurskoðanda, borgarlögmanns, fjármálaskrifstofu, mannréttindaskrifstofu, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, skrifstofu borgarstjórnar, skrifstofu þjónustu og reksturs, skrifstofu eigna og atvinnuþróunar auk annarra útgjalda sem koma til vegna reksturs miðlægrar stjórnsýslu.

Fjármálastjóri Ráðhúss hefur að markmiði að ávallt séu til staðar áreiðanlegar upplýsingar um rekstur miðlægrar stjórnsýslu sem mæti þörfum borgarráðs og stjórnenda miðlægra skrifstofa.

Fjármálastjóri Ráðhúss er Sigurður Páll Óskarsson.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 2 =