Fjármál og tölfræði

Fjármálaskrifstofa hefur yfirumsjón með fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Skrifstofan hefur snertifleti við alla þætti rekstrar A-hluta borgarsjóðs og veitir stjórnendum upplýsingar, stuðning og aðhald.

Fjármálaskrifstofa ber ábyrgð á skipulagi og vinnslu fjárhagsáætlunar A-hluta og samstæðunnar, hefur á hendi innra fjárhagslegt eftirlit, metur áhættur í rekstrarumhverfi A-hluta og veitir borgarstjóra og borgarráði upplýsingar um rekstur, sjóðsstreymi og stöðu eigna og skulda og aðra þætti sem geta haft áhrif á rekstur til lengri og skemmri tíma. Þá annast skrifstofan bókhald, uppgjör og uppsetningu ársreiknings A-hluta og samstæðu og fer með fjárreiðu- og eignastýringu, þar með talið lána- og lausafjárstýringu.

Fjármálaskrifstofa hefur yfirumsjón með innkaupamálum, ber ábyrgð á ráðgjöf á sviði innkaupamála, þjónustu við innkauparáð, framkvæmd innkaupa og útboðsmála ásamt verðkannana. Skrifstofan hefur eftirlit með innkaupum A-hluta. Þá hefur skrifstofan á hendi útreikninga og afgreiðslu launa og launatengdra gjalda, hefur eftirlit með launaþróun og framkvæmd kjarasamninga og sinnir ráðgjöf til stjórnenda því tengdu.  Skrifstofan ber ábyrgð á túlkun kjarasamninga og vinnuréttar og fer með fyrirsvar þeirra mála gagnvart viðsemjendum og aðilum vinnumarkaðar auk þess að sinna ráðgjöf á sviði vinnuréttar og kjarasamninga.

Fjármálaskrifstofa hefur umsjón með fjárhagsbókhaldskerfi, uppgjörs- og skuldabréfakerfum og mannauðskerfi borgarinnar.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 0 =