Borgarráð - Fundur nr. 5395

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2016, fimmtudaginn 4. febrúar, var haldinn 5395. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, S. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Sóley Tómasdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Hallur Símonarson, Hrólfur Jónsson, Birgir Björn Sigurjónsson, Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Pétur Ólafsson og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 25. janúar 2016. R16010012

2. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 22. og 29. janúar 2016. R16010015

3. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 27. janúar. R16010026

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 14. desember 2015. R15010025

5. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 8. og 22. janúar 2016. R16010027

6. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. febrúar 2016. R16010021

B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

7. Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 16. desember 2015. R15030096

8. Lagðar fram umsagnarbeiðnir sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags 19. og 22. janúar 2016, vegna tímabundinna tækifærisleyfa til Glaumbars, Hressingarskálans og American Bar til kl. 4.00 og 4.30 aðfaranótt mánudagsins 8. febrúar nk. Einnig er lögð fram tillaga skrifstofu borgarstjórnar, dags. 2. febrúar 2016, að umsögn þar sem mælt er með því að borgarráð veiti jákvæða umsögn um erindin. R16010040

Samþykkt.

9. Lögð fram umsagnarbeiðni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. janúar 2016, um tækifærisleyfi vegna skóladansleiks Verzló 4. febrúar. Einnig er lögð fram tillaga skrifstofu borgarstjórnar að umsögn, dags. 4. febrúar 2016, þar sem mælt er með því að leyfi verði veitt til kl. 02.00 í stað 01.00 sem áður hafði verið afgreitt. R16010040

Samþykkt.

Borgarráð felur skrifstofustjóra borgarstjórnar að gera tillögu að breytingu á málsmeðferðarreglum borgarráðs þar sem gert verði ráð fyrir því að heimilt verði að veita jákvæða umsögn til kl. 02.00 vegna einnar umsóknar hvers framhaldsskóla á ári, en að almennt verði skóladansleikir heimilaðir til kl. 01.00.

10. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir 7 umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R16010040

11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 19 mál. R16020008

12. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R16010042

Samþykkt að veita Borgarblöðum ehf. styrk til útgáfu Breiðholtsblaðsins og Vesturbæjarblaðsins að fjárhæð kr. 800.000.- (400.000.- pr. blað).

Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. janúar 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 27. janúar 2016 á lokun Laugavegar fyrir umferð frá gatnamótum Vatnsstígs að gatnamótum Þingholtstrætis og Bankastrætis dagana 10.-13. mars nk. R16020010

Frestað.

14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. janúar 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 27. janúar 2016 á breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 11 við Lindargötu. R15110150

Samþykkt.

15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. janúar 2016, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 27. janúar 2016 á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg. R16020009

Samþykkt.

- Kl. 9.40 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum. 

16. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 2. febrúar 2016, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um nemendafjölda og nemendastundir í tónlistarskólum, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. desember 2014. R14120093

17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. febrúar 2016:

Lagt er til að dreifing fjármuna samkvæmt aukafjárlögum að fjárhæð 60 m.kr. verði skipt milli skuldugra tónlistarskóla í Reykjavík sem boðið hafa tónlistarnám utan þjónusturamma Jöfnunarsjóðs á grundvelli upplýsinga um námsstundir vegna allra nemenda sem stundað hafa formlegt nám eftir að hafa lokið framhaldsstigsprófi að fullu. Þessi útgjöld verði færð á kostnaðarstað M3010 og fjármögnuð af framlagi úr Jöfnunarsjóði. Lagt er til að viðbótarfjármunum að fjárhæð 60 m.kr. verði ráðstafað úr borgarsjóði og skipt á milli tónlistarskóla á grundvelli námsstunda reykvískra nemenda í námi á miðstigi í söng og framhaldsstigi í hljóðfæraleik og söng. Þessi útgjöld verði færð á kostnaðarstað M3010 og fjármögnuð af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð. Lagt er til að áður veitt fyrirgreiðsla borgarsjóðs og ofgreiðslur borgarsjóðs vegna þjónustusamninga komi til uppgjörs í tengslum við þessar ráðstafanir.

Greinargerð fylgir tillögunni. R15050134

Samþykkt.

18. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 2. febrúar 2016, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um umferðaröryggi á vestari hluta Hringbrautar, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. október 2015. R15100320

19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 2. febrúar 2016: 

Lagt er fram bréf frá velferðarráðuneytinu, dags. 1. febrúar 2016, um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjavík. Sérstakt fagnaðarefni er að loks sé að koma skriður á þau mál. Ljóst er að bygging hjúkrunarheimilis við Sléttuveg er fremst í forgangsröðinni. Þar með verði einnig ráðist í byggingu þjónustumiðstöðvar og þjónustuíbúða á svæðinu. Lagt er til að Stefáni Eiríkssyni, sviðsstjóra velferðarsviðs, og Hrólfi Jónssyni, skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, verði falið að hefja viðræður við ráðuneytið, ásamt því að vinna að undirbúningi uppbyggingarinnar í samráði við sjómannadagsráð sem annast mun uppbygginguna. R15060203

Samþykkt.

20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 2. febrúar 2016: 

Lagt er fram bréf forstjóra Heklu hf., dags. 19. janúar 2016. Lagt er til að skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og umhverfis- og skipulagssviði verði falið að hefja viðræður við Heklu hf. um skipulagsmál og mögulega úthlutun lóðar til fyrirtækisins í Mjódd og þróun Heklu-reitsins við Laugaveg, líkt og segir í erindinu. Við þróun Heklu-reitsins verði horft til samningsmarkmiða borgarráðs. Umsagnir um skipulagsþáttinn og drög að tímaáætlunum verkefnanna verði lagðar fyrir borgarráð.  R14050018

Samþykkt.

21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 2. febrúar 2016: 

Lögð er fram skýrsla starfshóps um heilsueflingu aldraðra ásamt 26 tillögum um aðgerðir. Lagt er til að skrifstofu borgarstjóra og borgarritara verði falin frekari úrvinnsla tillagna hópsins, m.a. að aflað verði umsagna frá viðeigandi sviðum og unnið kostnaðarmat. Að lokinni þessari vinnu verði tillögurnar lagðar fyrir borgarráð, svo fljótt sem verða má.

Jafnframt lögð fram skýrsla starfshóps um heilsueflingu aldraðra, dags. 29. janúar 2016. R15090111

Samþykkt. 

Ellert B. Schram, Unnur Margrét Arnardóttir, Sigrún Ingvarsdóttir, Ómar Einarsson, Sveinn Grétar Jónsson og Þórey S. Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

22. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 26. janúar 2016, með tíma- og verkáætlun vegna fjárhagsáætlunar A-hluta vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar 2017-2021. R16010183

Samþykkt.

Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

Borgarráð felur sviðum og fagráðum að hefja undirbúning að vinnu við fjárhagsáætlun og fjárfestingaáætlun næsta árs og til næstu fimm ára á grundvelli gildandi fimm ára áætlunar. Jafnframt er sviðum og fagráðum falið að gera áætlun um greiningu allra helstu þjónustuþátta sviðsins skv. aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar í tengslum við djúpgreiningu á sviðinu, skv. áætlun stýrihóps Reykjavíkurborgar um  hagræðingaraðgerðir. Að öðru leyti er vísað í framlagða tíma- og verkáætlun og ábyrgðaraðilum sem vísað er til í hverjum verkþætti falið að fylgja eftir framkvæmd hennar.

23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 2. febrúar 2016: 

Lagt er fram bréf KPMG fyrir hönd Hjálpræðishersins á Íslandi, dags. 28. janúar 2016, þar sem óskað er eftir því að Hjálpræðisherinn fái úthlutað lóðunum að Suðurlandsbraut 72 og 74 í Sogamýri og að lóðirnar verði sameinaðar og byggingarmagn sameinaðrar lóðar verði aðlagað að þörfum Hjálpræðishersins. Lagt er til að skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og umhverfis- og skipulagssviði verði falið að hefja viðræður við Hjálpræðisherinn um nauðsynlegar breytingar á skipulagi og eðlilegt endurgjald fyrir lóðirnar. R15120043

Samþykkt.

24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. febrúar 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki meðfylgjandi samning um afnot eigenda Grettisgötu 4 að bílastæði fyrir hreyfihamlaða út í götu. R16020006

Samþykkt.

25. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 18. janúar 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki breytingu á samþykkt nr. 735/2007 um gatnagerðargjald varðandi heimild til að lána gatnagerðargjöld. R16010170

Samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

26. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. janúar 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að verð á byggingarrétti í Úlfarsárdal og Reynisvatnsási hækki um 6% og að þau verð gildi til 31. desember 2016. R14010261

Samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

27. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 25. janúar 2016, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að fella niður 4 tl. 5. gr. um lán til lögaðila í almennum reglum um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar fyrir íbúðarhús í Reykjavík. R14020149

Samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 22. janúar 2016, þar sem óskað er eftir að borgarráð felli úr gildi ákvörðun sína sem samþykkt var 28. febrúar 2013 um að veita staðgreiðsluafslátt við sölu atvinnuhúsalóða háð lóðarverði og heimila 90% lánveitingu kaupverðs til 8 ára á 4% vöxtum verðtryggt eða óverðtryggt með sambærilegum vöxtum og Seðlabanki Íslands birtir fyrir óverðtryggð lán. R13020134

Samþykkt með 5 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina gegn 2 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

29. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu: 

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að Reykjavíkurborg kaupi íbúakönnun Gallup sem framkvæmd var seint á árinu 2015 eins og undanfarin ár. Í könnuninni sem gerð er árlega voru íbúar 19 stærstu sveitarfélaga á landinu spurðir um afstöðu þeirra til ólíkra þátta í þjónustu síns sveitarfélags. Nú hafa nokkur sveitarfélög gert grein fyrir niðurstöðu þessarar könnunar gagnvart sínum íbúum enda mikilvæg gögn til að rýna þjónustu og þjónustustig gagnvart íbúum og einstakt tækifæri til að leita leiða til að gera betur. Ekki hafa komið fram upplýsingar um hvernig þessi íbúakönnun kemur út í Reykjavík og engar upplýsingar lagðar fram á borgarráðsfundi þrátt fyrir beiðni borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um slíkt á borgarráðsfundi fyrir viku síðan. R16010269

Frestað.

Fundi slitið kl. 11.30

S. Björn Blöndal

Guðfinna J. Guðmundsdóttir Halldór Auðar Svansson

Halldór Halldórsson Heiða Björg Hilmisdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson Sóley Tómasdóttir