Stjórn Strætó - Fundur nr. 222

Stjórn Strætó

BS.

Ár 2015, föstudaginn 26. júní, var haldinn 222. fundur stjórnar Strætó bs. í Þönglabakka 4 og hófst hann kl. 11:00. Mætt voru: Bryndís Haraldsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Gunnar Valur Gíslason og Einar Birkir Einarsson. Sigrún Edda Jónsdóttir sat fundinn í fjarfundarsambandi (símleiðis). Fundinn sat einnig Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri og Ástríður Þórðardóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, sem ritaði fundargerð. 

Dagskrá fundar:

1. Næstu skref í Strætó appinu

2. Mælaborð Strætó

3. Fjárfesting í UT málum

4. Framgangur verkefna hjá framkvæmdaráði Akstursþjónustunnar

5. Fjárhagsáætlun 2016-2020

Tekið fyrir:

1. Næstu skref í Strætó appinu

Fyrir fundinum lá minnisblað yfirmanns upplýsingamála, dags. 27.05.2015, þar sem kynnt er tillaga um að bjóða eitt afsláttarfargjald fyrir börn, unglinga, öryrkja og aldraða í Strætó appinu sem mótvægi við fjögur form afsláttarmiða sem eru í gjaldskránni nú. Með nýju app-afsláttarformi er leitast við að koma til móts við alla þessa hópa með farmiðakaupum í appinu og að halda í markmið um einfaldari gjaldskrá. Í minnisblaðinu eru jafnframt metin áætluð fjárhagsleg áhrif breytingarinnar.

Samþykkt var að Strætó bjóði framangreindum hópum afsláttarfargjald í Strætó appinu í samræmi við framlagt minnisblað.

2. Mælaborð Strætó

Í samræmi við umræðu á síðasta stjórnarfundi lagði framkvæmdastjóri fram yfirlit yfir rekstur YTD, dagsett 26.06.2015, með nokkrum lykilmælikvörðum í rekstri eða svokallað mælaborð.

3. Fjárfesting í UT málum

Fyrir fundinum lá minnisblað yfirmanns upplýsingamála, dags. 27.05.2015, þar sem lögð er til endurskoðun á fjárfestingaráætlun upplýsingatæknimála á yfirstandandi ári. Í fjárhagsáætlun Strætó 2015 var samþykkt að fjárfest yrði í sjálfvirkum farþegatalningarbúnaði fyrir allt að 30 m.kr. Eftir markaðskönnun á þeim búnaði kom í ljós að framangreind fjárhæð væri vanmetin. 

Í ljósi þessa er lagt til að fjármunir sem áttu að fara í sjálfvirkan farþegatalningarbúnað verði notaðir til að fjárfesta í miðlægum búnaði sem gerir strætisvögnum kleift á að fá forgang við umferðaljós, nýjar sjóðsvélar í landsbyggðarvagna og í frekari þróun á notkun rauntímaupplýsinga með það að markmiði að efla lifandi upplýsingar bæði í þjónustuveri og beint til farþega. Í minnisblaðinu er kynnt hvernig fjárfestingunni er ætlað að spara í rekstri Strætó til lengri tíma litið.

Stjórn samþykkir fram lagða tillögu um endurskoðun á fjárfestingaráætlun upplýsingatæknimála á yfirstandandi ári. 

4. Framgangur verkefna hjá framkvæmdaráði ferðaþjónustu fatlaðs fólks

Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað, dags. 24.06.2015 og fór yfir stöðu mála í framkvæmdaráði ferðaþjónustu fatlaðs fólks.  

5. Vinnufundur með stjórnendum um fjárhagsáætlun 2016-2020 og framtíðar stefnumótun

Undirbúningur með stjórnendum og stjórn um fjárhagsáætlun 2016-2020. Til fundar við stjórn mættu: Sigríður Harðardóttir, Júlía Þorvaldsdóttir, Erlendur Pálsson, Daði Ingólfsson, Bergdís I. Eggertsdóttir, Einar Kristjánsson, Ástríður Þórðardóttir og Jóhannes Rúnarsson.

Umfjöllun um megin forsendur áætlunar. Einnig var rætt um mikilvægar aðgerðir til að fjölga farþegum og bæta ímynd Strætó.

Stefnt er að því að megin forsendur áætlunarinnar verði lagðar fyrir eigendafund eigi síðar en 15. ágúst nk. 

Fleira var ekki tekið fyrir. 

Fylgiskjöl:

• Minnisblað -  Endurskoðun fjárhagsáætlunar upplýsingatæknimála fyrir árið 2015, dagsett 27.05.2015  

• Minnisblað -  Afsláttarform í appi fyrir börn, ungmenn, aldraða og öryrkja, dagsett 25.06.2015

• Mælaborð  -  Yfirlit yfir rekstur YTD, dagsett 26.06.2015

• Minnisblað -  Framkvæmdaráð ferðaþjónustu fatlaðs fólks, dagsett 24.06.2015

Fundi slitið kl. 14:00

Bryndís Haraldsdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir

Theódóra S. Þorsteinsdóttir Gunnar Valur Gíslason

Sigrún Edda Jónsdóttir Einar Birkir Einarsson