Velferðarráð - Fundur nr. 235

Velferðarráð

Ár 2014, fimmtudaginn 6. mars var haldinn 235. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.10 að Borgartúni 12-14.

Mætt: Heiða Kristín Helgadóttir, Diljá Ámundadóttir, Sverrir Bollason, Hjálmar Sveinsson, Sveinn H. Skúlason og Gísli Garðarsson.

Af hálfu starfsmanna; Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Berglind Magnúsdóttir, Sigþrúður Arnardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynnt drög að ársuppgjöri Velferðarsviðs 2013.

Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.

2. Lögð fram til upplýsingar ályktun stjórnar Fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga frá fræðslufundi sem haldinn var þann 23. janúar 2014.

Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerði grein fyrir málinu.

Velferðarráð lagði fram eftirfarandi bókun:

Velferðarráð tekur undir áskorun Fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga að hefja uppbyggingu á nýju hjúkrunarheimili í Reykjavík sem fyrst. 

Velferðarráð harmar þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að standa ekki við gefin loforð varðandi uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Reykjavík.

Velferðarráð vill auk þess nýta tækifærið til að skora á ríkisstjórnina og einkum heilbrigðisráðherra til að bregðast hið snarasta við því ástandi sem nú ríkir hjá öldruðum sem bíða eftir hjúkrunarrými. 

Jafnframt telur velferðarráð brýnt að ríki og borg hefji viðræður þess efnis að efla stoðþjónustu, svo sem heimaþjónustu, dagdvöl og hvíldarinnlagnir fyrir eldri borgara sem lifa við heilsubrest í Reykjavík. Vill velferðarráð í því samhengi nefna þá tilraun sem er í gangi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis um samræmda heimaþjónustu og heimahjúkrun en sambærileg verkefni þar sem ríki og borga starfa saman að því að veita íbúum samþætta þjónustu ber að efla. 

Samþykkt samhljóða. 

3. Lögð fram til kynningar tillaga borgarfulltrúa Reykjavíkurborgar og bæjarstjórnarfulltrúa Akureyrarbæjar um samstarf Akureyrarbæjar og Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar í Grafarvogi.

Varaformaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

4. Lagt fram minnisblað vegna Takmarksins. 

Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.

5. Lögð fram samþykkt borgarstjórnar frá 4. mars s.l um skipan nýs fulltrúa Vinstri grænna í velferðarráði.

6. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir innkaup Velferðarsviðs fyrir árið 2013, sbr. 3. mgr. 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.

7. Kynnt staða skipulagsbreytinga á Velferðarsviði. 

Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerði grein fyrir málinu.

Fundi slitið kl. 13.50

Heiða Kristín Helgadóttir (sign)

Sveinn H Skúlason (sign)    Diljá Ámundadóttir (sign)

Sverrir Bollason  (sign)         Hjálmar H Sveinsson (sign)

Gísli Garðarsson (sign)