Stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins - Fundur nr. 124

Stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Föstudaginn 20. september 2013 var haldinn 124. stjórnarfundur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. Fundurinn var haldinn í Skógarhlíð 14 og hófst kl. 08.00. Viðstaddir voru Jón Gnarr, Erling Ásgeirsson, Ármann Kr. Ólafsson, Ásgerður Halldórsdóttir og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttur. Haraldur Sverrisson boðaði forföll. Jafnframt sátu fundinn Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri, Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnasviðs, og S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra.
Fundarstjóri var Jón Gnarr, formaður.
Fundarritari var Birgir Finnsson.

Þetta gerðist:

1. Sex mánaða uppgjör
Árshlutareikningar SHS samstæðunnar, þ.e. Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins og SHS fasteigna ehf. kynntir. Reikningarnir eru kannaðir af endurskoðendum SHS.
Eftirfarandi lagt fram:
- SHS 6 mánaða uppgjör, dags. 20. september 2013.
- AHS 6 mánaða uppgjör, dags. 20. september 2013.
- SHS-F 6 mánaða uppgjör, dags. 20. september 2013.
Afgreiðsla: Árshlutareikningarnir samþykktir.

2. Fjárhagsáætlun 2014
Fjallað um starfs- og fjárhagsáætlun SHS samstæðunnar fyrir árið 2014.
Eftirfarandi lagt fram:
- Starfs- og fjárhagsáætlun SHS 2014, ódagsett.
Afgreiðsla: Starfs- og fjárhagsáætlun 2014 samþykkt, með fyrirvara um að gengið verði frá samningum um sjúkraflutningana, sjá lið 3.

3. Samningur við Sjúkratryggingar Íslands vegna sjúkraflutninga
Fyrirliggjandi samningur, byggður á samkomulagsgrundvelli samningsaðila, er enn óundirritaður og heilbrigðisráðherra hefur ekki fengið heimild til að undirrita hann. Á meðan heldur ríkið áfram að greiða samkvæmt eldri samningi, sem rann út í árslok 2011.
Afgreiðsla: Formanni falið að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra.

4. Skipulagsbreytingar
Slökkviliðsstjóra kynnti tillögu að nýju skipuriti fyrir SHS.
Eftirfarandi lagt fram:
- Tillaga að nýju skipuriti SHS, ódagsett.
Afgreiðsla: Lagt fram, frestað til næsta fundar.

5. Óleyfisíbúðir og óleyfisbúseta í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði
Óleyfisíbúðir í atvinnuhúsnæði hafa verið á borði slökkviliðsstjóra í rúmlega 10 ár. Lagaleg óvissa er um til hvaða úrræða slökkviliðsstjóri getur gripið.
Eftirfarandi lagt fram:
- Minnisblað SHS; Óleyfisíbúðir og óleyfisbúseta í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði, dags. 20. september 2013.
Afgreiðsla: Stjórn SHS felur slökkviliðsstjóra að ræða við forsvarsmenn skipulagsmála í hverju aðildarsveitarfélagi fyrir sig.

Næsti fundur verður föstudaginn 18. október 2013 kl. 08.00.

Fundi slitið klukkan 09:45.

Reykjavík, 20. september 2013

Jón Gnarr, formaður Ármann Kr. Ólafsson
Ásgerður Halldórsdóttir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir
Erling Ásgeirsson