Hverfisráð Háaleitis og Bústaða - Fundur nr. 114

Hverfisráð Háaleitis og Bústaða

Ár 2013, mánudaginn 16. september var haldinn 114. fundur í hverfisráði Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í fræðslusetri Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis og hófst kl. 8:30. Viðstaddir voru Hörður Oddfríðarson, Rúna Malmquist, Elinóra Sigurðardóttir, Kristín Erna Arnardóttir, Gunnar Ingi Gunnarsson, Jóhann Björnsson áheyrnafulltrúi Vinstri grænna og Aðalbjörg Traustadóttir, framkvæmdastjóri ÞLH sem jafnframt ritaði fundargerð. Gestur fundarins undir lið 3 var Una Björg Bjarnadóttir, kennsluráðgjafi á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis.

Þetta gerðist:

1. Rætt um stofnun samskiptasíðu Hverfisráðs Háaleitis- og Bústaða sem myndi gegna því hlutverki að vera upplýsingaveita hverfisráðs. Leiðbeiningar frá embætti borgarlögmanns verða hafðar að leiðarljósi við gerð síðunnar. Rúna Malmquist tekur að sér umsjón síðunnar til að byrja með.

2. Íbúafundur vegna hverfisskipulags í Háaleitis- og Bústaðahverfi verður haldinn fimmtudaginn 19. september nk. í Réttarholtsskóla og hefst kl. 17:00.

3. Fjallað um áherslur hverfisráðs starfsveturinn 2013 – 2014. Mikil áhersla verður lögð á umferðaröryggi enda brennur það á íbúum hverfisins. Erindi hafa borist frá íbúum vegna umferðarmála og verða þau rædd á næsta fundi ráðsins.

4. Una Björg Bjarnadóttir, kennsluráðgjafi á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis kynnti átaks- og þróunarverkefnið ÁFRAM sem er samstarfsverkefni 2ja grunnskóla í Laugardals og Háaleitis- og Bústaðahverfi, Frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri og Fjölbrautarskólans í Ármúla með það að markmiði að sporna gegn brottfalli nemenda úr skóla.

Fundi slitið kl. 09.30

Hörður Oddfríðarson
Kristín Erna Arnardóttir Elínóra Sigurðardóttir
Gunnar Ingi Gunnarsson Rúna Malmquist