Mannréttindaráð - Fundur nr. 109

Mannréttindaráð

Ár 2013, 5. febrúar var haldinn 109. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn á Center Hotel, Aðalstræti 4 og hófst kl.12.00. Fundinn sátu Margrét Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Elín Sigurðardóttir, Bjarni Jónsson, Þórey Vilhjálmsdóttir, Magnús Þór Gylfason og Bjarni Jónsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem ritaði fundagerð

Þetta gerðist:

1. Jóna Vigdís Kristinsdóttir kynnti breytingar á sveitarstjórnarlögum varðandi ritun fundargerða sveitarstjórna.

2. Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri fór yfir drög að verk- og tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2013.

Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð ítrekar áður framkomna kröfu sína um að mannréttindaráð fái úthlutað fjárhagsramma á sama tíma og önnur fagráð borgarinnar til þess að unnt sé að vinna að fjárhagsáætlun í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru við fjárhagsáætlunargerð borgarinnar. Mannréttindaráð minnir á að því ber að vinna þvert á öll önnur fagsvið og því er brýnt að bæta þetta verkferli frá því sem verið hefur.

Fundi slitið kl. 15.41

Margrét K. Sverrisdóttir

Þórey Vilhjálmsdóttir Margrét Kristín Blöndal
Magnús Þór Gylfason Bjarni Jónsson
Elín Sigurðardóttir SJÓN