Torg í biðstöðu

Markmið verkefnisins er að lífvæða og endurskilgreina svokölluð biðsvæði í borginni með tímabundnum lausnum. Verkefnið hefur verið í gangi á torgum og almenningssvæðum í borginni  frá árinu 2011.

Biðsvæðunum er úthlutað til hópa og einstaklinga sem vilja gera tilraunir til að glæða þau lífi. Um leið er reynt að vekja hagsmunaaðila til umhugsunar um sitt nánasta umhverfi og að virkja þá til að taka þátt í að þróa svæðin til framtíðar.

  • Hlemmur
  • Frakklandsgarður
  • Þórsgata
  • Laugavegur
  • Regnbogamálun
  • Breiðholt
  • Grjótaþorp

Á vormánuðum óskar Reykjavíkurborg eftir hugmyndaríkum og áhugasömum einstaklingum eða hópum sem taka almenningssvæði í borginni í fóstur. Verkefnið stendur að jafnaði yfir frá maí til september ár hvert og er ætlað að skapa skemmtilegri torg í skemmtilegri borg.

 
Nánari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á netföngin olafur.ingibergsson@reykjavik.is eða edda.ivarsdottir@reykjavik.is.
 

Möguleikar biðsvæðaverkefna

Biðsvæðaverkefni bjóða borgum upp á þann möguleika að gera tilraunir með tímabundin verkefni, að gefa skapandi hugmyndum tækifæri án þess að komi til dýrar framkvæmdir á kostnað skattborgara ásamt því að oft koma mjög óvæntar útkomur úr verkefnunum sem erfitt hefði verið að auga á fyrirfram. Borgir út um allan heim eru farnar að tileinka sér þessa hugmyndafræði sem stundum leiðir til varanlegra breytinga.
 
Megin tilgangur biðsvæða verkefna er fyrst og fremst að stuðla að sjálbærri þróun svæðanna, auka fjölbreytta notkun almennings á svæðunum og þar með að auka möguleika þeirra og fá almenning, íbúa, rekstraraðila og aðra hagsmunaaðila til að sjá möguleikanna sem felast í svæðinu og að taka þátt í að þróa svæðið.
 
Það er einnig mikilvægt að nýta sér þá þekkingu sem kemur yfirleitt í ljós í biðsvæðaverkefnunum. Verkefnin eru tilraunir sem gefa vísbendingar um aðstæður á svæðunum um; notkun, vandamál og möguleika. Þá er hægt að nýta sér þessa reynslu til skilgreiningar á svæðunum og ákvarðanatöku um framtíð þeirra.
 

Is this page useful or is something missing?