Reykjavík í tölum

Reykjavík í tölum er safn tölfræðigagna um Reykjavíkurborg sem, nær yfir lýðfræði, samfélag, atvinnulíf og starfsemi Reykjavíkurborgar. Gögnum er safnað frá sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar, Hagstofu Íslands og öðrum sérhæfðum stofnunum í þeim tilgangi að gera þau aðgengileg almenningi, sérfræðingum og öðrum sem geta haft af þeim gagn.

Hægt er að opna Árbókina hér.

Markmið:

 

  • að miðla tölfræði á skýran, aðgengilegan og notendavænan hátt,
  • að upplýsingar séu nákvæmar og áreiðanlegar,
  • að samræma framsetningu á tölfræði á vef Reykjavíkurborgar,
  • að samræma gagnaöflun og upplýsinga-gjöf innan Reykjavíkurborgar
  • og auka samstarf á milli sviða borgarinnar í upplýsingaöflun og -gjöf.

Gagnaöflun og birting

Gagnaöflun og birting er í samræmi við aðgengileika frá sviðum Reykjavíkurborgar og stofnunum. Upplýsingar um birtingu gagna má finna í birtingaráætlun sem gefin er út samhliða Reykjavík í tölum.
Miðað er við að allar gagnatöflur séu uppfærðar jafn óðum og gögn liggja fyrir.

Áreiðanleiki og samanburður upplýsinga

Í flestum efnisflokkum er gerður samanburður á milli ára og í sumum tilfellum á milli mánaða.
Ef breytingar hafa verið gerðar á mælikvörðum, skilgreiningum eða forsendum er þess getið í athugasemdum eða öllum tölulegum upplýsingum breytt í samræmi við breytta mælikvarða, skilgreiningar eða forsendur. Ef villa eða misræmi kemur upp er það leiðrétt strax og það hefur fengist staðfest.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Frekari upplýsingar má nálgast hjá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, tölfræði og greiningu, í gegnum síma 4 11 11 11 eða með því að senda tölvupóst á netfangið: reykjavikitolum@reykjavik.is

Is this page useful or is something missing?

1 + 1 =