Ódýrari frístundir

Árið 2012 fengu þrjú verkefni styrk vegna „ódýrari frístunda“ í Vesturbænum en upphæðin sem Hverfisráð vesturbæjar hafði til umráða var 1.000.000 kr. Skiptingin á fjármununum var eftirfarandi:

Myndlistarskóli Reykjavíkur. Vorlaukar – verkefnið fór ekki af stað þar sem ekki náðist næg þátttaka. Styrkupphæð var kr. 333.000 sem endurgreiðist til ÍTR.

Fjallahjólaklúbburinn. Hjólafærni – verkefnið fór ekki af stað, umsjónaraðilar töldu sig ekki hafa fengið upplýsingar um fjárveitingu frá Vesturgarði. Áhugi var fyrir því af hálfu Fjallahjólaklúbbsins að hefja verkefnið. Styrkupphæð var kr. 333.000. Í janúar 2013 var ákveðið að klúbburinn fengi þennan styrk enda höfðu þeir verkefni sem myndi falla undir „ódýrari frístundir. Unnið verður að því á næstu mánuðum.

Frostaskjól. Stjörnuver – Verkefnið var unnið á vorönn 2012. Þátttaka var mjög góð en alls tóku um 1300 börn og unglingar þátt. Allar stofnanir SFS í hverfinu gátu tekið þátt í verkefninu. Styrkupphæð var kr. 333.000.

 

ÍTR úthlutaði einum styrk til 16+ verkefnis í Frostaskjóli.

Frostaskjól. 16-18 Ungmennahús. Verkefnið var í gangi frá janúar - desember 2012 og unnið í samvinnu við Vesturgarð og önnur ungmennahús í borginni. Markmiðið með starfinu var að reyna að ná til ákveðins brottfallshóps á aldrinum 16 - 18 ára.