Göngu- og hjólastígar sópaðir í veðurblíðunni

Í dag var hafist handa við að sópa göngu- og hjólastíga í borginni.  „Við leggjum áherslu á að ná þessu fyrir páska þannig að íbúar njóti betur útiverunnar,“ segir Guðni Hannesson yfirverkstjóri á þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar. 

Áhersla er lögð á að taka helstu stofnstíga t.d. frá Ægissíðu, Fossvoginn og upp Elliðaárdalinn. Einnig meðfram Sæbrautinni óg síðan eftir strandlengjunni upp í Grafarvog. Mikill sandur er á stígunum og þarf að fara tvær umferðir til að ná öllu upp. Til verksins eru notaðir 6 vélsópar.