Lúpínuseyði frá Svarta Hauki framleitt við óheilnæmar aðstæður

Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur

Efni: Innköllun frá neytendum á lúpínuseyði frá Svarta Hauki.

Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur fengið upplýsingar um að í eftirliti Heilbrigðiseftirlits Suðurlands hafi komið í ljós að lúpínuseyði frá Svarta Hauki var framleitt við óheilnæmar aðstæður.  Er því ljóst að varan uppfyllir ekki kröfur um öryggi matvæla og skal því innkölluð af markaði og frá neytendum.  Varan er ekki lengur til sölu í verslunum í Reykjavík.

Vörumerki: Svarti Haukur.
Vöruheiti: Lúpínuseyði.
Magn: 2 lítrar.
Geymsluskilyrði: Kælivara.
Framleiðandi: Varan var framleidd í Hveragerði fyrir Svarta Hauk ehf., Smiðsbúð 8, 210 Garðabæ.
Dreifing: Verslanir Heilsuhússins, Hagkaupa og Lifandi markaðar um land allt.  Vöruval Vestmannaeyjum, Blómaval Skútuvogi, Fjarðarkaup og Hlíðarkaup.

Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um neyta hennar ekki og farga.