Blinda konan og þjónninn eftir Sigurð Pálsson í Kringlusafni 30. maí kl. 20:00

Blind kona og þjónn kynnast í vand­ræða­legum kringumstæðum. Samt er það upp­hafið að nánu sam­bandi sem verður fljótt dul­ar­fyllra en nokkur gat séð fyrir.

Blinda konan og þjónninn eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur verður flutt í Kringlusafni fimmtudaginn 30. maí kl. 20.00. Leikarar eru: Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Valur Freyr Einarsson.

Leikritið verður flutt aftur laugardaginn 1. júní kl. 17.30. Aðgangseyrir kr. 2.000. Miðasala á midi.is eða við innganginn.

Listahátíð, Útvarpsleikhúsið og Borgarbókasafnið mætast í dagskránni Rýmin & skáldin I-VI. Í Rýmunum & skáldunum gefst áhorfendum færi á að upplifa nýja hlið á bókasafninu og verða vitni að sköpunarferli sex nýrra íslenskra leikverka í sviðsettum leiklestri undir leikstjórn sex leikstjóra. Eftir þennan fyrsta flutning fyrir áhorfendur þróa leikskáldin og leikstjórarnir verkin áfram og síðar á árinu verður þau tekin upp á vegum Útvarpsleikhússins. Hvert leikrit verður flutt tvisvar sinnum, eftir lokun í bókasöfnunum.