Sumardagurinn fyrsti, hátíð í Vesturbæ

Sumardagurinn fyrsti verður haldinn hátíðlega víðsvegar um Vesturbæinn. Frostaskjól, sundlaug Vesturbæjar, KR, Ægisbúar, Þjóðminjasafnið og sjóminjasafnið Víkin bjóða gesti og gangandi velkomna þennan fyrsta dag sumars. Veðurspáin lítur ágætlega út en auðvitað viljum við öll að vetur og sumar frjósi saman svo að við fáum gott sumar. En hvernig sem viðrar getum við gert okkur glaðan dag. Hátíðin er örlítið styttri í annan endann en það er gert til að rýma fyrir Barnamenningarhátíð sem er haldin frá 17. - 22. apríl.

Það verður af nógu að taka þessu fyrstu viku sumars fyrir stóra sem smáa!

Hátíð í Vesturbæ - Sumardagurinn fyrsti

Kl: 9:00 - 11:00 - Sundlaug Vesturbæjar

Bjartsýnisbusl Neskirkju og Ægisbúa, frítt í sund og vöfflur fyrir gesti og gangandi.

Kl: 11:00 - Skrúðganga

Gengið verður frá Melaskóla að KR, Lúðrasveit Reykjavíkur og Ægisbúar leiða gönguna.

Kl: 11:30 - 13:00 - Fjölskylduhátíð við Frostaskjól

Kassaklifur, hoppukastali, skemmtiatriði,
spátjald, kandífloss og pylsusala, þrautabraut, útileiktæki, lukkuhjól og margt fleira! Einnig verða börn frístundaheimila með söng og ljósmyndasýningu inn í Frostaskjóli.
Kynnir: Gísli Marteinn Baldursson

KR heimilið
Þrautabraut í sal, veitingasala í
anddyri. Frá kl. 11:00-13:00
verður æfingaleikur 7. flokks karla,
KR og Gróttu á  gervigrasvelli.

Þjóðminjasafnið
13:00-17.00 Dagskrá helguð börnum og barnamenningu.
13:00 - 15:00 Listasmiðja.
14:00 - 14:30 Víkingafélagið Rimmugýgi.
15:00-15.45 Brúðuleikhús.

Víkin sjóminjasafn
Frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum í tengslum við Barnamenningarhátíð. Leiðsögn út í Varðskipið Óðin.