Morgunverðarfundur um málefni innflytjenda

Er íslenska forsenda þátttöku í samfélaginu? Þetta er yfirskrift morgunverðarfundar Teymis um málefni innflytjenda í Setrinu á Grand hóteli miðvikudaginn 9. maí. Fundurinn hefst kl. 8: 30 og lýkur um tíuleytið. Leitað verður svara við hvort íslenskukunnátta innflytjenda sé raunverulega lykillinn að virkri þátttöku í íslensku samfélagi eins og almennt er talið eða hvort eitthvað fleira spili inn í það ferli.

Fundurinn er öllum opinn og gjald fyrir morgunmat er 2.100 kr.

Dagskrá
8.30 Setning. Gerður Gestsdóttir, talsmaður Teymis um málefni innflytjenda.
8.35 Er tungumálið Lykillinn? Ari Klængur Jónsson, starfsmaður Fjölmenningarseturs.
8.50 Reynsla mín - Michalina Joanna Konstancja Skiba.
8.55 Að tala eða ekki tala, er það spurningin? Anna Katarzyna Wozniczka.
9.10 Reynsla mín Juan Camilo Roman Estrada.
9.15 Að vera hluti af samfélagi, Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts.
9.30 Reynsla mín - Cinzia Fjóla Fiorini.
9.35 Pallborð.

Teymi um málefni innflytjenda er samráðsvettvangur stofnana ríkis og sveitarfélaga, fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka sem vinna að málefnum innflytjenda. Helstu hlutverk teymisins eru að  vekja athygli á málaflokknum og stöðu innflytjenda, draga úr fordómum gagnvart innflytjendum, vinna að málefnum hópa s.s. eins og hælisleitenda og flóttafólks og standa fyrir viðburðum. Teymið hefur starfað frá árinu 1995.