Hreinsunardagur verður í Breiðholti laugardaginn 5. maí

Hverfisráð Breiðholts ákvað á 83. fundi sínum fimmtudaginn 12. apríl síðastliðinn að hreinsunardagur  í Breiðholti 2012 verði laugardaginn 5. maí kl. 11.00 - 14.00. Hverfisráð skipaði nefnd til að skipuleggja og undirbúa verkið.

Nefndina skipa: Lárus Rögnvaldur Haraldsson, Sveinn Hlífar Skúlason, Helgi Kristófersson, Birna Magnúsdóttir og Ágústa H. Gísladóttir.

Nefndin ákvað á fundi sínum:
Opnu svæðin sem áhersla verður á í ár:

  1. Bak við Breiðholtslaug; frá Fellaskóla upp að Hólabrekkuskóla og stígur frá sjoppunni upp á Markúsartorg við Gerðu-, Mið- og Iðjuberg.
  2. Frá Seljaskóla niður að ÍR.
  3. Miðsvæðið í Arnarbakka.

Ábyrgðamenn söfnunarsvæða og afhending plastpoka:

Í Efra verður söfnunarsvæði á bílastæðinu við Iðjuberg/Miðberg.
Ábyrgðamenn: Sveinn Hlífar Skúlason, Birna Magnúsdóttir og Ragnhildur B. Guðjónsdóttir.

Í Seljum verður söfnunarsvæði við félagsmiðstöðina Hólmasel.
Ábyrgðarmenn: Jarþrúður Ásmundsdóttir, Falasteen Abdu Libdeh og Lárus Rögn­valdur Haraldsson.

Í Bökkunum verður söfnunarsvæði við hringtorgið við Breiðholtsskóla.
Ábyrgðarmenn: Elsa H. Yeoman, Erla Þórðardóttir og Þorkell Ragnarsson.