Stofnfundur Breiðholtsráðs var haldinn í Gerðubergi

Stofnfundur Breiðholtsráðs

Stofnfundur Breiðholtsráðs var haldinn í Gerðubergi  25. maí sl. Tæplega 40 manns tóku þátt í stofnun ráðsins. Það voru Breiðhyltingar og fulltrúar stofnana í Breiðholti. Jón Gnarr borgarstjóri tók þátt í stofnun ráðsins. Fundargestir ræddu hvernig þeir vilja nýta Breiðholtsráð til að hafa jákvæð áhrif í Breiðholti. Umræður voru góðar og gagnlegar og margt kom fram. Samantekt úr umræðum má finna hér.

Eftirfarandi eru nokkrir áhugaverðir punktar sem fram komu í umræðunum:

·     Lagt var til að notað verði frekar hugtakið Breiðholtsþing frekar en Breiðholtsráð. Það lýsi betur þeim vettvangi sem hér um ræðir því að þessi vettvangur er opinn, ráðgefandi og án valda.

·     Hlutverk ráðins verði að koma á framfæri ábendingum og hugmyndum varðandi hverfið.

·     Mikilvægt er að ræða stóru málin á þessum vettvangi, s.s. ímynd og ásýnd hverfisins, stærri framkvæmdir, hvernig styrkja má félagsauðinn og samskipti á milli íbúa

·     Mikilvægt er að leggja áherslu á að Breiðholtið er skemmtilegt hverfi og standa fyrir fjölbreyttum viðburðum sem höfða til ungs fólk.

            ·     Nýta þarf Breiðholtsdaga til að ná til allra aldurshópa.

Upplýsingar má leita hjá:
Láru S. Baldursdóttur hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts 411 1344.