Hollvinasamtök Elliðaárdalsins með gönguferð um neðsta hluta dalsins „Saga, framtíð og skipulag“

Hollvinasamtök Elliðaárdalsins með gönguferð um neðsta hluta dalsins „Saga, framtíð og skipulag“.

Í byrjun apríl var haldinn fundur í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal. Þar var hrint í framkvæmd hugmynd, sem um allnokkurn tíma hafði verið á á sveimi meðal íbúa í  Árbæjar- og  Breiðaholtshverfum, um stofnun samtaka með velferð Elliðaárdalsins að leiðarljósi. Á þessum stofnfundi Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins var kosin stjórn, sem nú hefur skipt með sér verkum. Halldór Páll Gíslason er formaður og Guðrún Ágústdóttir varaformaður. Anna Sif Jónsdóttir er gjaldkeri og Guðbrandur Benediktsson ritari. Meðstjórnendur eru Alda M Magnúsdóttir, Guðrún Theódórsdóttir og Stefán Pálsson. Varamenn í stjórn eru Erla Þórðardóttir og Kristján Hreinsson.

Stjórnin ákvað á sínum fyrstu fundum að efna til opins félags- og göngufundar, miðvikudaginn 30. maí og mun hann hefjast klukkan 20.00. Fundurinn haldinn í salarkynnum rafstöðvarinnar í Elliðaárdalnum og Þar mun vera stutt kynning á stjórn samtakanna, þau helstu verkefni sem hún ætlar að taka sér fyrir hendur þetta fyrsta starfsár.  Því næst er ætlunin að fara í gönguferð um neðsta hluta dalsins undir yfirskriftinni „Saga, framtíð og skipulag“.  Rafstöðin og önnur rafveitumannvirki verða skoðuð, gengið að Toppstöðinni og um neðsta svæði dalsins og endað svo uppi við félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur.  Á leiðinni verður meðal annars farið yfir sögu svæðisins og skoðaðir þeir staðir sem síðustu Aðalskipulagstillögur gera ráð fyrir breytingu á.  Leiðsögumaður okkar í þessari ferð verður einn af stjórnarmönnum Stefán Pálsson. Allir eru velkomnir.