Tónleikar í Árbæjarkirkju 3. júlí kl.20.30

Þóra Gylfadóttir sópransöngkona og Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona ætla að vera með fjölbreytta og skemmtilega söngdagskrá sem nær til fólks á öllum aldri. Íslenskar einsöngsperlur verða sungnar, aríur, jazzlög, söngleikjalög, dúettar og margt fleira. Hjörtur Ingvi mun leika undir með sinni alkunnu snilld.

Þóra Gylfadóttir er alin upp í Árbænum og kallar sig Árbæing í húð og hár. Þóra er lærð sópransöngkona og hún hefur sungið víða um landið með kórum en er núna komin til okkar í Árbæinn ásamt frænku sinni Guðbjörgu Magnúsdóttur og munu fallegu raddir þeirra óma í kirkju okkar þann 3.júlí. Hjörtur Ingvi Jóhannsson er hljómborðs og píanóleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín.

Miðaverð er 1500 krónur við innganginn.

Sameinumst öll á menningarviðburð í Árbæjarkirkju þann 3. júlí kl: 20.30