Reykjavíkurráð ungmenna

Á fundi íþrótta- og tómstundaráðs í dag kynnti Viktor Ingi Lorang og tillögu sína um mat á framlagi ungs fólks til sjálfboðaliðastarfa.

"Reykjavíkurborg í samvinnu við Reykjavíkurráð ungmenna fari í vinnu við að hanna og koma á verðlaunakerfi fyrir sjálfboðaliða og félagsstörf í Reykjavik.  Mörg ungmenni í Reykjavík eru að taka þátt í sjálfboðaliða- eða félagsstörfum.  Öll erum við í Reykjavíkurráði sem er félagsstarf sem til tökum þátt í án þess að fá nokkuð í laun.  Er þetta ekki eina dæmið sem við getum nefnt þar sem líka eru ungmenni að vinna fyrir Rauða Krossin, unglingahreyfingar stjórnmálaflokka, unglingastarf Amnesty og Félag ungra jafnréttissinna svo dæmi séu tekin.  Með því að koma upp kerfi þar sem ungt fólk í félags- og sjálfboðaliðastörfum er verðlaunað er verið að efla tilfinningu ungmenna til samábyrgðar og líka verið að efla lýðræðisvitund þeirra."

Íþrótta- og tómstundaráð þakkaði Reykjavíkurráði ungmenna og Viktori Inga Lorange fyrir góða tillögu.

ÍTR vísaði tillögunni til skrifstofustjóra ÍTR til frekari úrvinnslu og haft skal að leiðarljósi að vinna heilstæða tillögu um mat á framlagi ungs fólks til borgarsamfélagsins, hvort heldur það er á vettvangi  borgarinnar eða í starfi frjálsra félaga, og með hvað hætti framlag ungs fólks efli stöðu þess í starfi og námi.