Lokanir á götum

Í dag verða í gangi viðhaldsframkvæmdir á götum í Reykjavík sem hér segir:

Malbikunarstöðin Höfði hf. mun vinna við malbikun á Bæjarhálsi, milli Stuðlaháls og Tunguháls, hringtorgið við Tunguháls er þar meðtalið. Byrjað verður um klukkan 9 og götukaflanum lokað um það leyti og hafður lokaður fram eftir hádegi.  

Drafnarfell ehf. mun vinna við fræsingu á Bíldshöfða norður, milli Sævarhöfða og Þórðarhöfða.  Byrjað verður um klukkan 14 og norður akreininni lokað um það leyti. 

Eftir hádegi verður unnið við malbikun á Gullteig, milli Silfurteigs og Sigtúns og götukaflanum lokað um það leyti og hafður lokaður fram eftir degi.   

Um klukkan 19 verður hafist handa við að malbika Hálsabraut, milli Grjótháls og Dragháls (gatnamótin við Dragháls lokast einnig) og götukaflanum lokað um það leyti og hafður lokaður fram á kvöld.