Umhverfisviðurkenningar í Breiðholti 2012

Umhverfisviðurkenningar í Breiðholti 2012

Íbúar í Breiðholti eru hvattir til að senda inn ábendingar til umhverfisviðurkenningar í hverfinu en viðurkenningarnar verða síðan afhentar á hátíðarsamkomu Breiðholtsdaga í haust.

Við valið er meðal annars horft til þess að bæði húsnæði og umhverfi sé vel við haldið og snyrtilegt.

Tilnefningar skal senda á breidholt@reykjavik.is eða í pósti á Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12, 109 Reykjavík, merkt Hverfisráð Breiðholts v/umhverfisviðurkenninga 2012.

Hverfisráð Breiðholts hefur framlengt frestinn til að skila inn ábendingum til 24. september 2012.