Skólarnir byrjaðir og börnin flykkjast út á leið í skólann!

Nú þegar ágústmánuður er langt kominn eru skólarnir byrjaðir og fjölmargir krakkar komnir á stjá eftir gott sumarfrí. Við verðum var við það á sumrin að krökkunum virðist fækka við götur borgarinnar og er það kannski rétt, þar sem þau fara á í sumarferðir með foreldrum sínum og taka einnig þátt í ýmsum íþrótta- og leikjanámskeiðum. Námskeiðin eru í langflestum tilfellum öryggir staðir, margir starfsmenn sem gæta þeirra og eru með þeim þegar farið er um götur borgarinnar. Nú þegar skólarnir hefjast streyma krakkarnir aftur út á götu á leið í skólann og sumir í fyrsta skipti og er klárt að það ríkir mikill spenningur meðal fyrstu bekkinga. Mikilvægt er að allir ökumenn hafi þessi börn í huga þegar þeir ræsa bílinn og virði umferðarreglur nálagt skólum borgarinnar sem og annars staðar. Ung börn skynja ekki hraða ökutækjanna og eiga það til að ganga yfir götuna í þeirri trú að allt sé í lagi. Sem foreldri/forráðamaður er brýnt að fara vel yfir allar þær hættur sem geta verið á leið í skólann og ganga með barninu í skólann a.m.k. fyrstu dagana, fara vel yfir með þeim hvaða leið sé örugg og æfa umferðareglurnar á leið í skólann. Það hefur sýnt sig að vettvangskennsla skilar langtímaárangri fyrir barnið. Síðast en ekki síst er mikilvægt að hafa föt barnanna vel merkt þ.e. með góð endurskynsmerki. Einnig er mikilvægt að hafa gott endurskyn á skólatöskunni sem oft skyggir á merkin á fatnaðnum.

Til að skólaveturinn 2012 - 2013 verði slysalaus er mikilvægt að við tökum höndum saman í að passa vel upp á börnin. Það mikilvægasta er að allir komist heilir heim – ALLTAF.

 

Hörður Heiðar Guðbjörnsson,
þrótta- og tómstundaráðgjafi Vesturgarði.