6300 manns heimsóttu Höfða í sumar

Höfði, móttökuhús borgarstjóra, var opinn gestum og gangandi í sumar og 6300 manns notuðu tækifærið til að skoða þetta sögufræga hús. Ákveðið var að fara ekki fram á aðgangseyri heldur var settur upp baukur þar sem tekið var við frjálsum framlögum. Þann 1. september var húsinu lokað fyrir gestaheimsóknum og baukurinn opnaður. Í ljós kom eftir talningu að samtals höfðu safnast 105.445 krónur. Ákveðið hefur verið að gefa 30.000 krónur til Vildarbarna og 75.445 í viðhald hússins.

Að opna Höfða með þessu móti var gert í tilraunaskyni í sumar en vegna þess hve vel tókst til hefur verið ákveðið að opna það aftur að ári liðnu.