Hverfahátíð Miðborgar og Hlíða

 Laugardaginn 8. september verður mikil hátíð á Hlíðarenda, íþróttasvæði Vals, fyrir íbúa Miðborgar og Hlíða, gesti og gangandi. Allir eru velkomnir að taka þátt í veglegri dagskrá bæði innan og utandyra. Sögubíll, skátabúðir, dans, skák, menning og listir er brot af því sem í boði verður auk kræsinga á grillinu.

Á hátíðinni verður líka hægt gera góð kaup á risa skottumarkaði hverfisins.

Hátíðin hefst klukkan eitt og stendur til fjögur. Að dagskrá lokinni er hægt að skella sér í sund en það verður frítt í Sundhöll Reykjavíkur frá fjögur til sex.

Dagskrá í heild sinni.