Forsætisnefnd - Fundur nr. 121

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2011, föstudaginn 14. október, var haldinn 121. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.30. Viðstaddar voru Elsa Yeoman og Björk Vilhelmsdóttir. Jafnframt sat fundinn Sóley Tómasdóttir og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 18. október nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

a. Tillaga að stefnumótun um málefni ungs fólks (að beiðni fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar)

b. Yfirlýsing borgarstjórnar í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands

c. Umræða um nýja húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar til 2020 og aðgerðir samhliða henni

Klukkan 12.45 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum.

2. Forsætisnefnd felur skrifstofustjóra borgarstjórnar að gera tillögu að því að boð á vegum borgarstjórnar og borgarráðs verði send borgarfulltrúum með rafrænum hætti á viðburði.

Fundi slitið kl. 12.50

Elsa Yeoman

Björk Vilhemsdóttir