Stjórn Strætó - Fundur nr. 138

Stjórn Strætó

STJÓRN STRÆTÓ bs.

Ár 2010, föstudaginn 30. apríl var haldinn 138. fundur stjórnar Strætó bs. í Þönglabakka 4 og hófst hann kl. 8.10. Mætt voru Jórunn Frímannsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Ragnhildur I. Guðbjartsdóttir, Sigurrós Þorgrímsdóttir, Hafsteinn Pálsson og Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundinn sat einnig Reynir Jónsson.
Fundarritari var Hörður Gíslason.

Þetta gerðist:

1. Rætt um fjárhagsstöðu og horfur, sbr. 1. liður fundargerðar 136. fundar stjórnar. Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið jan. – mars 2010. Jafnframt kynnt staða vegna vagnakaupa, sbr. 1. liður fundargerðar 137. fundar stjórnar.

2. Fjallað um upplýsingatækni í vagna, sbr. 5. liður fundargerðar 133. fundar stjórnar. Stjórn Strætó bs. samþykkir fyrir sitt leyti samning við lægstbjóðanda, TAP-technology ehf. á grundvelli útboðs enda uppfyllir fyrirtækið öll skilyrði að mati Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Stjórnin hefur tekið fyrir erindi Curron, dags. 28. apríl sl., sem barst stjórnarmönnum að kvöldi 29. apríl sl. Stjórnin felur framkvæmdastjóra að taka saman minnisblað til stjórnar varðandi erindi Curron.

3. Fjallað um auglýsingar á vögnum, sbr. 4. liður fundargerðar 129. fundar stjórnar.
Lagt fram tilboð frá Flugauglýsingum ehf. varðandi auglýsingarými á vögnum. Frestað.
Stjórnin felur framkvæmdastjóra að undirbúa útboð á auglýsingarými utan á strætisvögnum.

4. Lögð fram beiðni frá samtökunum Minn styrkur dags 27. apríl sl.
Stjórnin samþykkir að veita samtökunum aðstoð við verkefni um kennslu á notkun þjónustu strætisvagna.

5. Lagt fram minnisblað dags. 26. apríl sl. varðandi þörf á þjónustu á tilteknum svæðum.
Verkefninu er vísað til frekari vinnslu með sveitarfélögunum.
Stjórnin óskar upplýsinga um stöðu mála varðandi biðstöðvar á Vesturlandsvegi og tillögu að mögulegum lausnum varðandi þjónustu við Náttúrufræðistofnun.
Einar Kristjánsson mætti til fundarins vegna þessa liðar.

Fundi slitið kl. 10.40

Jórunn Frímannsdóttir

Margrét Jónsdóttir Ragnhildur I. Guðbjartsdóttir Sigurrós Þorgrímsdóttir Hafsteinn Pálsson
Sigrún Edda Jónsdóttir