Húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar

Meginmarkmið Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum er að til verði fjölbreyttur og sveigjanlegur húsnæðismarkaður sem tryggir öllum þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði, hvort sem fólk þarfnast stuðnings með sín húsnæðismál eða ekki.

Uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar var lögð fyrir borgarráð 12. október 2017. Fyrri húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarstjórn 6. júní 2017 ásamt tillögum í húsnæðismálum og er sett fram til að mæta áskorunum á húsnæðismarkaðnum og markmiðum Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum. Hún byggir á stefnumörkun Reykjavíkurborgar á sviði húsnæðismála og á lagaumgjörð og greiningum á stöðu á húsnæðismarkaðinum. Í henni eru skilgreind helstu byggingarsvæði í Reykjavík og hvernig uppbyggingu íbúðahúsnæði í þágu allra borgarbúa verður háttað í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, húsnæðissamvinnufélög, samtök eldri borgara, stúdenta og einkaaðila.

Á þessum vef má sjá ýmsar upplýsingar um húsnæðisstefnu og húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar. Á vefnum íbúðauppbygging.is má jafnframt fylgjast með uppbyggingu íbúða í Reykjavík samkvæmt húsnæðisáætluninni.

Is this page useful or is something missing?